10.1.2020 | 19:18
Írak: Hvað er rétt og hver eru réttu viðbrögðin.
Það er ekki ofsögum sagt að ástandið í Írak og raunar þar sem oft er nefnt "Miðausturlönd", já og líklega "Islam heiminum" öllum sé flókin.
Oft virðist mér svo sem að því meira sem ég les ef fréttum þaðan, því minna skilji ég.
Það hljómar t.d. vissulega skringilega að Íranskur hershöfðingi skuli hafa verið myrtur, af Bandaríkjunum, í Írak. Lítið fer fyrir því í fréttum hvernig stóð á því að hann var þar staddur.
En ég held að það megi ganga út frá því sem vísu að hann hafi ekki verið að "skáta" út sumarleyfisstaði fyrir sig og konuna.
Hvernig stendur á því að Íranskur hershöfðingi er sagður (um það virðist ríkja nokkurn veginn samhljóma skoðun) stýra her/hryðjuverkaveitum í Írak? (Sem og í fleiri ríkjum).
En það breytir því ekki að það er ólöglegt að beyta hernaðarmætti innan landamæra annars ríkis, án samþykkis þess sama ríkis. Slíkt er þó ekki án fordæma og er skemmst að minnast þegar Bin Laden var veginn í stjórnartíð Obama, þá án vitneskju Pakistanskra yfirvalda.
Það sama gildir t.d. um árásir á sendiráð. Það hefur verið grundvallar regla í samskiptum ríkja að sendiráð njóti friðhelgi. Árásir á sendiráð eru því skýr brot á alþjóðalögum og fátt litið alvarlegri augum.
Það getur ekkert ríki tekið af léttúð ef önnur ríki koma að skipulagningu árása á sendiráð þeirra.
Það hlaut því að koma að því að Bandaríkjamenn svöruðu þeim aðgerðum sem Íranir stóðu að baki.
En það má alltaf deila um einstaka aðgerðir og hvað hver séu réttu viðbrögðin.
P.S. Það er vert að velta því fyrir sér hvort að það sé ekki vænlegt til árangurs að beina árásarkraftinum að hershöfðingjum og þeim æðra settu. Er það ekki áhugaverð tilbreyting frá því að ráðist sé fyrst og fremst að óbreyttum hermönnum?
Getur það átt sinn þátt í því hvað viðbrögð Írana eru varfærin? Það og svo að líklega skutu þeir, fyrir mistök, niður Úkraínska farþegaþotu.
Telja árásina brot gegn fullveldi Íraks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.