Hvers vegna loga ekki fjölmiðlar af ótta við að "popúlískur" "öfga" vinstri flokkur komist til valda í Danmörku?

Það er útlit fyrir stjórnarskipti í Danmörku.  Í sjálfu sér ekki merkilegt, slíkt gerist reglulega í lýðræðisríkjum.

Ég get ekki sagt að ég hrífist af Dönskum jafnaðarmönnum, en það er engin nýlunda að þeir séu við völd.

En ef svo fer að jafnaðarmenn taki við völdum í Danmörku, er það að margra mati ekki síst vegna þess að þeir hafa breytt um stefnu hvað varðar innflytjendur í Danmörku.

Margir segjast varla sjá mun á stefnu þeirra og Danska þjóðarflokkins eða Svíþjóðardemókratana.

Það hefur reyndar oft verið sagt að munur á hefðbundnum "jafnaðarmannaflokkum" og svo  þeim sem oft hafa verið kallaðaðir "öfga hægriflokkar", hafi fyrst og fremst verið afstaðan til innflytjenda.

En þessi breyting á afstöðu til innflytjenda af hálfu Danskra jafnaðarmanna hefur vissulega vakið athygli.

En mun hún þýða stefnubreytingu af hálfu Íslenskra jafnaðarmanna?

Munu þeir neita fjölþjóðlegu samstarfi við Danska jafnaðarmenn?

Munu forystumenn Íslenskra jafnaðarmanna standa upp og yfirgefa fundi þar sem Danskir jafnaðarmenn tala?

Eða er allt í lagi með Danska jafnaðarmenn, vegna þess að þrátt fyrir afstöðu þeirra til innflytjenda, eru þeir auðvitað enn stuðningsmenn Evrópusambandsins.

Eru þeir þá hvorki "öfga" eða "popúlískir"?

 

 


mbl.is Vinstriflokkarnir með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn liggur hvað síst í formlegum stefnumálum, heldur frekar í því að sumir framámenn í þessum svokölluðu öfga-hægriflokkum þykja hafa látið í ljós skoðanir sem sumir allavega kalla hreint útlendingahatur, eða þá daðrað við það til að fá atkvæði slíkra.

Hvað er svo rétt og rangt í því veit ég ekki, en það virðist oft hafa verið vandamál nýrra stjórnmálahreyfinga að þangað hafa flykkst einstaklingar sem eldri og þroskaðari hreyfingar (flokkar) hafa haft vit á að kæmust aldrei nálægt því að vera í framboði eða forsvari fyrir þá.

ls (IP-tala skráð) 6.6.2019 kl. 09:07

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Það er ekki það að ég hafi stórar áhyggjur af Danska jafnaðarmannaflokknum, eða hvetji til þess að hann sé sniðgenginn.

En mér þykir býsna merkilegt hvernig "hefð" í orðræðu og orðnotkun tekur á sig mynd.

Oft finnst mér ég sjá þess merki að stjórnmálamenn sem og fjölmiðlar og álitsgjafar kjósi slíka "einfalda stimpla" til að koma höggi á andstæðinga og þá flokka sem er andstæðir skoðunum þeirra.

Persónulega get ég ekki litið á á til dæmis Svíþjóðardemókratana og svo aftur flokk Le Pen sem hægriflokka.  Mér þykir stefnuskrár þeirra bera skýr merki vinstristefnu.

Það er enda frá vinstri flokkum sem stór hluti fylgis þeirra kemur.

Mér þykir þeir reyndar heldur ekki vera miklir "öfga"flokkur, eða meira popúlískir en flestir aðrir stjórnmálaflokkar.  En vissulegsa er þetta allt saman spurning um sjónarhól.

En mér þykir t.d. mikill munur á því að vilja takmarka t.d. fjölda innflytjenda, eða að vera á móti útlendingum, eða vera haldinn útlenddingahatri.

Hvað varðar ýmsar yfirlýsingar einstakra félaga er það alveg rétt og misjafnt hvernig flokkar taka á slíku.  En eins og þú nefnir eiga nýrri flokkar oft erfitt með "the usual suspects" sem "dúkka upp" í nýjum flokkum.

Ég held að þess hafi oft sést merki á Íslandi.

En nú stendur yfir opinber rannsókn á meintu (best að taka ekki sterkar til orða) gyðingahatri í Breska Verkamannaflokknum.  Auðvitað byggja þær ásakanir fyrst og fremst á orðræðu einstakra félaga.

Þýðir það að Verkamannaflokkurinn sé "öfga"flokkur?

Ekki hef ég séð nokkur merki um slíka orðnotkun í fjölmiðlum.

G. Tómas Gunnarsson, 6.6.2019 kl. 15:27

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hve rólegir fjölmiðlar eru vegna þessara dönsku þjóðernis-jafnaðarmanna er reyndar ástæða til að óttast.

Ef þeir væru uppnefndir popúlískir hægri öfgaflokkar, þá væri það frekar merki um að ekkert væri að óttast.

Þeir nefnilega, fjölmiðlar, veðja svo skuggalega oft á rangan hest, að það er nánast hægt að stilla klukkuna eftir því.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.6.2019 kl. 17:02

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta. Ekki kýs ég að stilla "klukku" mína eftir fjölmiðlum, en þeir eru vissulega misjafnir.

En orð, hugtök og orðræðan skiptir máli.

Ef tekst að skilgreina andstæðingin í hugum almennings á eigin forsendu, er oft hálfur sigur unnin.

G. Tómas Gunnarsson, 7.6.2019 kl. 00:38

5 Smámynd: Egill Vondi

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fóru út í öfgar í Trayvon Martin og Michael Brown sem og öðrum slíkum bull málum sem hleypt var af stokkunum í stjórnartíð Obama. Það var þá sem sundrung á milli hægri og vinstri þar í landi varð yfirgengileg. Þetta jókst enn frekar með flóttamannakrísuni 2015. Svo þegar bakslagið kom 2016 og Trump vann sigur misstu þeir alveg vitið.

Miðlar á Íslandi herma bara eftir, og hugsa ekki sjálfstætt, hvað þá á gagngrýninn hátt. Það er bara apað eftir "virtum miðlum".

Hér er greining á núverandi ástandi:

https://www.youtube.com/watch?v=ctT5YrR4Ffk

Egill Vondi, 8.6.2019 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband