Verðbólgan er of há, en hvað veldur henni?

Verðbólgan er eitthvað sem allir hafa skoðun á. Yfirleitt í þá veru að hún sé of mikil, en þó kemur fyrir hér og þar (ekki á Íslandi svo ég muni) að áhyggjur kvikna yfir því að hún sé of lág, eða hreinlega að verðhjöðnum eigi sér stað.

Margoft hefur því verið haldið fram að til að ná tökum á verðbólgunni þurfi að skipta út gjaldmiðli og helst ganga í "Sambandið" og taka upp euro.

Þá verði verðbólga á Íslandi eins og hún er á eurosvæðinu.

En hver er verðbólgan á eurosvæðinu?

Þá er yfirleitt svarað eitthvað í þá átt að hún sé 1.9%, eins og hún var að mig minnir þar í desember.

En verðbólgan á eurosvæðinu var frá því að vera 0.5% að mig minnir í Grikklandi upp í það að vera 3.4% í Eistlandi.  Það er jú þessi gamla tugga með meðaltalið.

Aðeins norður af Eistlandi, í Finnlandi var hún 1.18%.  80 kílómetrar geta framkallað umtalsverðan mun.

En ef verðbólga á Íslandi er aðeins 0.3% hærri á Íslandi en í ríki sem hefur euro, er þá eittvhað sem segir að verðbólga myndi minnka á Íslandi ef það væri gjaldmiðilinn?

Sé svo húsnæðisliðurinn tekinn út á Íslandi, er verðbólga mun lægri á Íslandi en í eurolandinu Eistlandi. En sjálfsagt á eftir að rökræða um hvort að húsnæðisliðurinn eigi að vera í vísitölunni all nokkur ár i viðbót.

Og hverjar eru nefndar sem helstu ástæður fyrir hárri verðbólgu í Eistlandi?  Orkukostnaður og þennsla á vinnumarkaði.

Og spár gera ráð fyrir því að verðbólga í Eistlandi verði áfram verulega hærri en meðaltal eurolandanna á komandi árum.

Og svona af því að ég er byrjaður að ræða euroið, skyldu Íslendingar eiga sér sér þann draum að Seðlabankinn stæði í því að "prenta" peninga, kaupandi upp ríkisskuldabréf og skuldabréf stórfyrirtækja (varla þó Samherja :-)) reynandi eftir fremsta megni að keyra upp eftirspurn og verðbólgu?

Ja, reyndar væri hann í þann veginn að hætta því, eftir að hafa stundað það nokkur undanfarin ár.

Því það er það sem seðlabankar Eurosvæðisins hafa verið að gera, og enginn gat skorast undan, líka sá Eistneski.

Þó að flestir kunni að meta lága vexti (nema innlánaeigendur) þarf einnig að spyrja sig að því hvers vegna þeir eru svo lágir, ekki síst ef þeir eru það sem margir myndu kalla óeðlilega lágir.


mbl.is Dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega má deila um hvort húsnæðisliður eigi að vera inn í mælingu verðbólgu, en vart þarf að deila um að þegar verið er að bera verðbólgu hér saman við verðbólgu annars staðar, skuli notaður sami mælikvarði. Innan ESB landa er húsnæðisliður ekki inn í mælistokk verðbólgunnar, svo þegar við berum okkur saman við þau lönd, verðum við að nota dama mælistokk.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2019 kl. 06:18

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gunnar, þakka þér fyrir þetta.  Ég er alveg sammála þér, best gefst að bera saman "appelsínur og appelsínur", eins og stundum er sagt.

Líklegt er t.d. að munurinn á verðbólgu á milli landa á Eurosvæðinu væri enn meiri ef húsnæðisliður væri tekinn með.

Enda húsnæðismarkaður mjög mismunandi á milli landa.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2019 kl. 07:05

3 Smámynd: Már Elíson

Þessu er auðvelt að svara. - Verðbólga á íslandi ER 3,40% um þessar mundir, en 3,74% í Desember 2018.....Svo er hægt að skoða önnur lönd :    https://www.inflation.eu/inflation-rates/iceland/historic-inflation/cpi-inflation-iceland.aspx

Már Elíson, 30.1.2019 kl. 16:49

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Már, þakka þér fyrir þetta. Það er ekkert vandamál að vita hver verðbólgan á Íslandi er, það kemur t.d. fram í fréttinni sem bloggfærslan er hengd við.

https://www.inflation.eu/inflation-rates/cpi-inflation.aspx

Á þessum tengli má finna verðbólgutölur í Evrópulöndum í desember.

En það er ekki það sem bloggfærslunni var ætlað að vekja athygli á. Henni var fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á því að Ísland er með húsnæðisliðinn inn í þeirri vísitölu sem notuð er og svo hins vegar að verðbólga í eurolöndu getur verið jafnvel hærri en á Íslandi, þó að meðaltal svæðisins sé lægra.  Það sama gæti að sjálfsögðu átt við Ísland ef euro væri gjaldmiðilinn.

Að "hamra" á því að verðbólgan sé hærri á Íslandi (með húsnæðislið) en meðaltals Eurosvæðisins (án húsnæðisliðar) er í besta falli villandi málflutningur.

En í framhaldi af þessu kemur vaxtaumræðan, og svo hvers vegna vextir á Eurosvæðinu séu lágir.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2019 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband