Stytting vinnuvikunnar - 33% aukinn launakostnaður fyrir mörg fyrirtæki?

Það hefur mikið verið rætt um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi upp á síðkastið og ég sá á vef RUV að verið er að ræða um slíka styttingu í tengslum við kjarasamninga.

 

Ég hef líka séð marga tala á þeim nótum að kostnaður vinnuveitenda vegna slíks yrði lítill, enda myndi frameleiðni aukast og margir geti afkastað svo gott sem því sama á 6 tímum og 8.

Ég ætla ekki að efast um að slíkt sé rétt - í undantekningartilfellum, en ég held að það þurfi að líta á heidlarmyndina.

Að sjálfsögðu er öllum atvinnurekendum frjálst að minnka" viðveruskyldu" starfsmanna sinna og ég myndi reikna með því að margir myndu taka þann kost ef þeir sjái fram á að framleiðni standi í stað og starfsfólkið sé hamingjusamara.

En "viðvera" getur líka skipt miklu máli, jafnvel þó að ekki sé "brjálað að gera".

Það blasir við að hjá mörgum fyrirtækjum ykist launakostnaður um ca 33%.

Þau fyrirtæki sem eru opin allan sólarhringinn, yrðu að reka sig á 4. 6. tímavöktum í stað 3ja 8 tíma vakta áður.

Hefur einhver reiknað út hver áhrif þess yrðu til dæmis á heilbrigðiskerfið?  Á öldrunarþjónustu?

Hvað skyldi launakostnaður hótela aukast við slíka breytingu, hvaða áhrif hefði hún á matsölustaði?  Hvernig yrðu heildaráhrifin á hina sívaxandi ferðaþjónustu?

Hver yrðu áhrifin á löggæslu, slökkvilið?

Hvernig ætti að reka slík fyrirtæki án þess að launakostnaður þeirra ryki upp?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Einu leiðir almennu fyrirtækjanna, til að bregðast við styttri vinnuviku, án óbærilegs útgjaldaauka, er að stytta opnunar og þjónustutíma sinn, eða stórhækka verð fyrir veitta þjónustu og vörur.

 Ríkisreknar stofnanir og þjónustufyrirtæki þurfa hinsvegar aldrei að hafa áhyggjur af auknum útgjöldum og lélegri, eða jafnvel engri framlegð. Endalaust virðist vera hægt að seilast í vasa almennings til að greiða fyrir lítið og oft á tíðum ekkert, sama hversu vitlaust það er og óþarft.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 13.1.2019 kl. 00:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Halldór, þakka þér fyrir þetta. Það er líklega vinsælli leið að setja kostnaðarhækkunin út í verðlagið, enda í sjálfu sér það sem eðlilegt er að gera.

Hótel stytta ekki opnunartíma sinn, matsölustaðir trauðla. Það verður sömuleiðis að hafa í huga að styttri opnunartími þýðir enn fremur verri nýting á fjárfestingu.

Hvað ríkisfyrirtæki áhrærir þá stytta margar að þjónustustofnunum þess ekki opnunartímann, svo s.s. sjúkrahús, lögregla, slökkvilið o.s.frv.

En það er vissulega hægt að hækka skatta.

Ég er þeirra skoðunar að það þurfi að vega og meta kostnaðinn af styttingu vinnutíma mun nánar en gert hefur verið. 

En auðvitað hljómar það ágætlega.  Hver vill ekki meiri frítíma og sama kaup?

G. Tómas Gunnarsson, 13.1.2019 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband