11.1.2019 | 07:04
Ísland - dýrast í heimi?
Það hefur víða um netið (aðallega Íslenska hlutanum) mátt lesa fréttir þess efnis að Ísland sé dýrasta land í heimi, hvergi sé dýrara að lifa eða ferðast um.
Hafandi komið til Íslands ásamt fjölskyldunni í sumar þá finnst mér þetta nokkuð sennilegt þó að ég geti ekki fullyrt um slíkt með 100% vissu.
En vissulega var dýrt á Íslandi, ég held að um slíkt efist engin, né reyni verulega að mæla því mót.
En þó að ég efist ekki um að ýmislegt mætti betur fara og dýrir aðdrættir, skortur á samkeppni, hár launakostnaður og háir skattar og opinber gjöld, dugi ekki til að réttlæta hið háa verðlag, er það þó býsna mikill hluti af útskýringunni.
Vissulega er verðlag víða um heim og jafnvel í löndum ekki langt frá Íslandi afar aðlandi og stórskemmtilegt að njóta veitinga og verslunar á Íslenskum "kaupmætti".
En glansinn getur verið fljótur að fara ef ef standa þarf undir neyslunni á innlendum lágmarkslaunum.
Þannig hafa þeir sem fylgjast vel með fréttum sjálfsagt tekið eftir því að þegar Macron Frakklandsforseti reyndi að friðþægja "gulvestunga", þá var ein af aðgerðum hans að hækka lágmarkslaun úr 1400 euroum í 1500. Ég er hálfhræddur um að það verði erfitt að lifa og leigja þokkalega íbúð í París á slíkum launum.
Og hér í Eistlandi þar sem ég er núna, voru lágmarkslaun hækkuð nú um áramótin, úr 500 euroum í 540. Býsna góð prósentuhækkun, en upphæðin ekki há.
En mér kom í hug þegar ég fór með lítin bíl og skipti yfir á vetrardekk, og borgaði fyrir það 40 euro, að það þæti sjálfsagt frekar ódýrt á Íslandi. En þó að ég þekki ekki hvað dekkjaskipti, umfelgun og jafnvægisstiling kosti á Íslandi þá þá þykir mér líklegt að sá kostnaður sé lægra hlutfall af lágmarkslaunum á Íslandi en Eistlandi.
En það eru aðrir hlutir sem spila stóra rullu. Eftir því sem ég kemst næst (hef ekki grandskoðað Eistneska skattalögjöf) borga Eistlendingar engan skatt af 500 euroum (sá afsláttur fylgir ekki upp launaskalann og það þarf að sækja um hann).
Í höfuðborginni Tallinn borga íbúar engan fasteignaskatt af húsnæði, svo lengi sem eigandinn býr í því, og lóðin fer ekki yfir ákveðna stærð (sem er að mig minnir um 1500 fermetrar).
En það þarf að borga verktaka lága upphæð fyrir sorphirðu (hægt að velja hvort að tunnan er losuð á 1., 2., eða 4. vikna fresti), og borgin rukkar fyrir vatnið eftir mæli (það stendur undir kostnaði vatnsveitu og holræsakerfis).
Það er frítt í strætó, en bara fyrir íbúa borgarinnar (það virðist ekki þvælast fyrir borginni að ekki megi mismuna eftir búsetu) og hefur verið svo í kringum 6. ár. Það er að sjálfsögðu mikil búbót fyrir tekjulægri hópana.
(Því má skjóta hér inn að þó að frítt sé í strætó, og sérakgreinar hafa verið gerðar fyrir vagnana, hafa samt verið byggð tröllaukin mislæg gatnamót í borginni og unnið er að greiða umferð einkabíla eftir sem áður).
Mig minnir líka að engin í Frakklandi borgi skatt af tekjum undir ca 1500 euroum (en Franska skattkerfið er býsna flókið), en þetta segi ég þó án ábyrgðar.
En ég er ekki að segja að Íslenskir launþegar í lægri launahópum eigi ekki skilið að hafa meiri "í veskinu". En það hljóta flestir að ajá að krónutöluhækkun ein sér breytir ekki miklu til langframa, allra síst þegar staðan er sú að meirihluti launþegar heldur eftir minnihluta launa sinna við útborgun.
Þá hlýtur að þurfa að horfa til annara þátta.
Líklega eru tveir stærstu útgjaldaliðir flestra heimila skattur (tekjuskattur og útsvar) og húsnæðiskostnaður.
Það hlýtur að þurfa að beina sjónum þessum tveimur meginpóstum. Hvers vegna er húsnæði svona dýrt á Íslandi og hvers vegna eru skattar svona háir? Því borið er saman lífeyrisfyrirkomulag á Íslandi og í öðrum löndum, eru skattar gríðarháir á Íslandi.
Hækkandi fasteignaskattar (í krónutölu langt yfir verðbólgu) eiga aldrei aðra leið en út í verðlag, bæði á vörum og þjónustu og ekki síst húsaleigu.
Sama gildir auðvitað um hátt bensínsverð og svo má lengi áfram telja.
P.S. Set hér inn graf af verðlagi í mörgum af helstu ríkjum Evrópu, en grafið er fyrir 2017, en ég einfaldlega fann ekki nýrri samanburð, sem mér fannst góður og áreiðanlegur.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:57 | Facebook
Athugasemdir
Komstu til Íslands í sumar? Og lést mig ekki vita? Ég er stórmóðgaður!
Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2019 kl. 09:56
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er er reyndar ekki hissa á því að þú sértst móðgaður, úr fjarlægð sýnist mér það oft á tíðum vera eitt helsta tómstundagaman og markmið Íslendinga að móðgast, í það minnsta kosti nokkrum sinnum í viku.
Er ekki ágætt að ég kom með eina af ástæðunum þessa vikuna?
En staðreyndin er sú að stærstum hluta þá eyddum við tímanum norður í landi.
En við tókum líka "ferðamannarúnt" um Suðurlandið, Gullfoss, Geysi o.s.frv. Guðleysinginn ég dró börnin mín upp í Hallgrímskirkju, út í Gróttu "og so videre".
En þetta er svona þegar ferðast er með fjölskylduna.
Það kann svo að koma þér verulega á óvart (en ekki mér, lol) að þú varst hreinlega ekki á óskalista barnanna.
En eins þú eflaust gerir þér grein fyrir, er það ekki ég sem stjórna ferðum fjölskyldunnar nú orðið. :-)
G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2019 kl. 10:44
Móðgunargirni fer tvímælalaust vaxandi - og alls ekki bara á Íslandi, heldur á Vesturlöndum yfirleitt. Gengur svo langt að sumt fólk virðist telja það brot á mannréttindum að einhver móðgi það. Að það eigi rétt á að vera ekki móðgað.
Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2019 kl. 10:50
Annars dáldið magnað að þau þrjú lönd sem skv. grafinu eru afgerandi dýrust eru allt lönd utan ESB. Hmm ...
Kristján G. Arngrímsson, 11.1.2019 kl. 11:09
@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er svolítið "blandað", margir telja telja að þeir eigi rétt á "áreitislausu" umhverfi, hvernig svo sem það á að vera hægt. Nema þá hreinlega að "einangra" sig einhvers staðar.
En hins vegar virðist mér að margir séu aldrei "hamingjusamari" en hæfilega móðgaðir. En þetta er "jarðsprengjusvæði".. lol.
En það að er þetta með löndin utan "Sambandsins". Er þetta ekki löndin sem koma hvað best í flestum "samanaburðartöflum"?
Var ekki að koma að birtast í gær eða svo samanburður, þar sem Noregur er "lýðræðislegasta" land í heimi, og Ísland í öðru sæti.
Hvar er jafnréttið mest, jöfnuður í hæstu hæðum, friður og velmegun.
Hvar eru launin hvað hæst o.s.frv.?
En ef til vill þykir þér mikilvægara að kjúkingurinn sé aðeins ódýrari?
En það er margt sem þarf að hafa í huga.
En ég er enn þeirra skoðunar að affarasælast að Ísland standi utan "Sambandsins".
G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2019 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.