18.7.2006 | 18:03
Lok tímabils
Það eru óneitanlega nokkur tíðindi fyrir innfæddan akureyring að KEA sé ekki lengur á horninu á "Gilinu" lengur. Reyndar er "Kaupfélagsgilið" nafn sem ekki stendur undir sér lengur og hefur ekki gert um nokkra hríð.
En þetta eru vissulega stór tíðindi, en Kaupfélagið hefur verið að skreppa saman um nokkuð langa hríð, og langt síðan "Kristinn á horninu" og starfsbræður hans stóðu vaktina í hverju hverfi.
Kaupfélagið er þó ennþá til og hverfur varla um sinn, en þetta er gangur tímans en líklega eru margir akureyringar sem sakna kaupfélagsins "síns", en líklega er ekki til þess nokkur ástæða.
KEA-merkið farið! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.