21.10.2017 | 12:01
Er "Sambandsaðild" dottin úr umræðunni, nú fyrir kosningar?
Ég hef verið að þvælast um netið og m.a. skoða umfjöllunina á Íslandi um komandi kosningar. Ég gerði það mér til gamans að taka það "próf" sem er hér viðhengt og kallast Kosningaspegill.
Það kom mér lítið á óvart að skoðanir mínar ættu mesta samleið með Sjálfstæðisflokknum, og ekki heldur að fylgnin mældist undir 50%.
Ég tók einnig svokallað kosningapróf á vef RUV. Það kom einnig fátt á óvart og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér í efstu sætin hvað varðaði að skoðanir svipaðar og mínar.
En það vakti athygli mína að í báðum þessum prófum kom engin spurning um Evrópusambandsaðild.
Ég geri mér grein fyrir því að svona próf eru aðallega til gamans gerð og geta ekki fylgt eftir öllum málum.
En er spurningin um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópussambandið virkilega komin út úr "mainstream" pólítískri umræðu á Íslandi?
Nú heyrist mér að enn sé aðildin meðal lykilatriða í stefnu Samfylkingarinnar og fyrirferðarmikil í málflutningi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tveir síðarnefndu flokkarnir eru vísu ekki atkvæðamiklir akkúrat nú, en þó er allt eins líklegt að Viðreisn gæti slampast á þing.
Og Samfylkingin gæti hæglega orðið einn af sigurvegurum kosninganna ef marka má skoðanakannanir.
Samt velja þeir sem setja saman "prófin" að skauta algerlega fram hjá þessari umræðu.
Það má velta því fyrir sér hvaða flokkum það kemur til góða í kosningaprófum sem þessum, þegar litið er til þeirrar staðreyndar að andstaða við "Sambandsaðild" mælist yfir 60% og hefur gert það í 8 ár eða svo.
Kosningaspegill mbl.is 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér, Tómas, að vekja athygli á báðum þessum prófum.
ESB-taglhnýtingasháttur Rúvara mun liggja að baki því, að þeir forðast að spyrja út í þetta mál. Undarlegra er að sjá, að "kosningaspegill" á vegum Mbl.is skuli ekki snerta við málinu! Þetta er þó afdrifaríkasta stórmálið sem yfirleitt er hægt að taka afstöðu til !
Jón Valur Jensson, 21.10.2017 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.