Áhugaverð niðurstaða - en hvað með Lúxembourg?

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindunni í þessu máli.  Það er staðreynd að mörg fyrirtæki hafa nýtt sér "skattaskjól" sem finnast innan Evrópusambandsins til að draga verulega úr skattgreiðslum sínum í öðrum löndum "Sambandsins" og raunar víðar.

En það er næsta víst að þessum úrskurði verður áfrýjað.

Þetta er að sjálfsögðu í rökréttu framhaldi af því að um er að ræða "einn markað".

En það er ekkert rökrétt við að einstaka ríki geri sérstaka samninga við einstök ríki, í raun með þeim eina tilgangi að fá fyrirtækin til að greiða skatta í ákveðnu lögsagnarumdæmi, frekar en öðru.

Ef hins vegar um almenna skattlagningu er að ræða er ekkert út á það að setja.

Þau ríki sem hafa gengið harðast fram í slíkum samningum eru Luxembourg og Írland. En það má víða finna "holur" í skattkerfum "Sambandsríkja" sem nýtast fyrirtækjum í einstökum greinum eða aðstæðum vel.

En það vekur athygli í þessu máli rétt eins og mörgum öðrum af svipuðum toga, að það er engu líkara en litið sé á fyrirtæki sem eina sökudólginn í málinu.

En hvað með Lúxembourg, er engin ástæða til þess að gera landinu refsingu fyrir að brjóta svona freklega (og í raun ítrekað) af sér hvað varðar ríkisstuðning/skattaafslætti?

Eða myndi sú refsing falla "too close to home" svo slett sé Enskunni?  En altalað er að Jean Claude Juncker, fyrrum forsætisráðherra Lúxembourg og núverandi forseti (framvæmdastjórnar) Evrópusambandsins sé einn aðalhöfundur skattastefnu "Lúx" hvað varðar samninga við einstök fyrirtæki.

En auðvitað er auðveldara að skella háum sektum á "Amríska auðhringi", en "heimamenn".  Þó er það vitað að mörg Evrópsk fyrirtæki notið svipað fyrirkomulag.

Þannig gerist þetta oft í pólítíkinni.

 


mbl.is Endurgreiði 31 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara Brusselbyrokrat að gera sig breiðan?

Það virðist engin krafa vera sett fram um að Lux breyti skattalögunum heldur á einungis að sekta fyrirtækið

Grímur (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 11:17

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Grímur Þakka þér fyrir þetta. Málið er nú heldur flóknara en svo. "Sambandið" hefur engan rétt á því að krefjast þess að nokkurt ríki breyti skattalögum sínum, þó að vissulega fari skattkerfi sumra ríkja í taugarnar á mörgum.

En sértæk sköttun er hins vegar nokkkuð sem "Sambandið" hefur lögsögu yfir, og slíkt telst "ólöglegur ríkisstuðningur".

En ríki virðast komast upp með að brjóta af sér á því sviði aftur og aftur án þess nokkuð sé að gert.

En fyrirtækin eru hins vegar meðhöndluð sem "brotamenn".

Þó leikur enginn vafi á því að Lúxembourg hefur fengið mun hærri skattgreiðslur frá Amazon en ef enginn samningur hefði verið gerður.

G. Tómas Gunnarsson, 4.10.2017 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband