Skrýtin fyrirsögn

Mér varð eiginlega um og ó þegar ég sá þessa fyrirsögn.  "Vélarvana flugvél úti fyrir Grænlandi."

En sem betur fer er fyrirsögnin aðeins enn eitt dæmi um hve illa fréttir eru skrifaðar nú til dags.

Einn af fjórum hreyflum vélarinnar eyðilagðist, sem mætti útleggja sem svo að ein af fjórum vélum flugvélarinnar hafi skemmst eða eyðilagst og vélin misst 25% af því afli sem knýr hana áfram, 1/4 af vélum sínum.

Sem betur fer er það langt í frá að það geri flugvélina "vélarvana", þó að vissulega sé um alvarlegt atvik að ræða.

En sem betur fer fór allt vel, enda á fyrirsögnin og sú fullyrðing að farþegaþotan hafi orðið vélarvana ekki við nein rök að styðjast.

Enn ein fréttin sem virðist benda til þess að til staðar sé takmarkaður skilningur á því sem skrifað er um og takmörkuð þekking á Íslensku máli.

Það þarf gera betur.

 


mbl.is Farþegaþota varð vélarvana úti fyrir Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

..þetta er þvílík steypa í umræddri fyrirsögn.

Og svo heitir það ekki vélarvana, heldur aflvana. Ef farartæki verður vélarvana, þá hvefur vélin. Hvorki um slíkt að ræða hér né í öllum þeim tilvikum sem bátar lenda í klandri útá miðunum. Aflvana. Ekki vélarvana.

jon (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 19:53

2 identicon

..og svo heitir það ekki að slökkva á hreyflinum, slíkt er leikskólamál sem veður uppi í blöðum. Þarna á að segja drepa á hreyfli. Við kvekjum hvorki né slökkvum á vélum. Við ræsum eða setjum í gang. Og drepum á þeim. Skrúfum fyrir og frá ofnum og sturtum. Ekki slökkva eða kveikja. 

jon (IP-tala skráð) 1.10.2017 kl. 19:58

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Eini fjölmiðillinn sem er orðinn lesandi er Rúv, aðrir eru sífellt með eitthvað málfarsklúður. En fréttir Rúv eru undantekningarlítið vel skrifaðar. (Það má deila um innihaldið).

Annars er nú ekkert að því að tala um að slökkva á hreyfli, að drepa á hreyfli er alveg jafn gott, bara spurning um máltilfinningu.

Og orðið "vélarvana" er gott og gilt í íslensku og ekkert réttara að tala um aflvana. En þarn í fyrirsögninni er "vélarvana" kolrangt notað.

Kristján G. Arngrímsson, 7.10.2017 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband