Ráðherrakvótinn

Það er ljóst að Ágúst Ólafur átti ekki "kvóta" til þess að ná því að verða ráðherra.  Líklega hefur allur "kvótinn" farið þegar hann varð varaformaður, enda sögðu þess tíma sögur að vel hefði verið aflað.

En það er skrýtið ef varaformenn flokka "hafa metnað til að verða ráðherrar", að þeir skuli ekki vera neitt svektir yfir því að ná ekki því markmiði.

En þeir eru margir "kvótarnir".  Sumir hafa viljað meina að kratarnir hafi einflaldlega ekki átt "kvóta" fyrir fleirum ráðherrum.  Þeir hafi þegar verið komnir með 3.

Skiptingin á ráðherraembættunum hafi nefnilega ekki aðeins verið 3. konur og 3. karlar, heldur hafi fleiri sjónarmið ráðið ferðinni.  Þannig hafa kratarnir 3. ráðherra (einn af þeim telst svo til Þjóðvaka), Kvennalistinn 2. og Alþýðubandalagið 1.

Því hafi varaformaðurinn ekki eingöngu verið af röngu kyni, heldur hafi "kratakvótinn" líka verið uppurinn.

Spurning er hvort að varaformaðurinn fái eitthvað "bein".  Formannsembætti í Fjárlaganefnd fylgir vissulega nokkuð "kjöt".


mbl.is Ágúst Ólafur: Ekki vonbrigði að fá ekki ráðherraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband