Gæti þetta gerst á Íslandi?

Georg Osborne fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi þingmaður á breska þinginu er ráðinn ritstjóri stórs dagblaðs.  Eins og fram kemur í fréttinni er hann einnig ráðgjafi hjá stóru fjárfestingarfyrirtæki, Blackrock. Og ef marka má fréttina hyggst hann halds þingsetu áfram.

Það er ekki ólöglegt að franskir þingmenn ráði eiginkonur og börn sem aðstoðarmenn. Það er eingöngu ólöglegt ef þau sinna ekki starfinu, en fá samt borgað, eins Francois Fillon er að komast að þessa dagana.

Það er alsiða í Frakklandi að borgarstjórar sitji jafnframt á þingi.

Það er ekki óalgengt að þingmenn á Evrópusambandsþinginu hafi vel á aðra milljón króna á mánuði fyrir ýmis aukastörf, s.s. eins og stjórnarsetur hjá stórfyrirtækjum.

Einn af þeim er t.d. Guy Verhofstadt.

Og þetta er eingöngu það sem ég man eftir í fljótu bragði og hefur verið til umfjöllunar undanfarnar vikur.

Gæti þetta gerst á Íslandi?

Eins og staðan er í dag held ég ekki, og það er vel.

Síðasta sambærilega dæmið sem ég man eftir í fljótu bragði er þegar Össur Skarphéðinsson var ristjóri DV og alþingismaður, ef ég man rétt. Og orðið er nokkuð langt síðan.

Því miður er svo enn að ég tel, að tveir alþingimenn sitja í sveitarstjórnum, ósiður sem ég hélt að væri horfinn.

En það er þó rétt að velta því fyrir sér hvernig stendur á því að svo margir Íslendingar halda að spilling sé mun meiri á Íslandi en í mörgum öðrum Evrópulöndum?

 


mbl.is George Osborne verður ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband