2.2.2017 | 18:35
Fjarar undan "viðræðusinnum"
Það hefur sjaldan mælst verulega mikill stuðningur við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, og er það vel.
En svokallaðir "viðræðusinnar" hafa verið býsna fyrirferðarmiklir.
Margir þeirra hafa jafnvel lýst sig andstæða inngöngu en hafa gefið aðlögunarviðræðum atkvæði sitt.
Frægastir þeirra eru velflestir forystumenn Vinstri grænna.
En aðildar og "viðræðusinnar" hafa einnig verið frekar fjölmennir á meðal fyrirtækjastjórnenda. Þeir hafa einblínt á ýmsa kosti "Sambandsins" en gallarnir sem þeir framan af kusu að líta fram hjá, hafa þó komið æ betur í ljós.
Eins og einn "Sambandssinninn" orðaði það svo skemmtilega fyrir fáum árum: Menn voru svo uppteknir af því að selja kosti eurosins að þeir gleymdu að minnast á gallana.
En nú virðist vera að fjara undan "viðræðusinnum" á flestum vígstöðvum og er það fagnaðarefni.
Það er eiginlega með eindæmum hvað "Sambandsaðild" er þó algengt umræðuefni í íslenskum stjórnmálum.
Ef til vill er það síðasta vígi aðildarsinna? En það bendir margt til þess að þeir séu á flæðiskeri staddir.
Meirihluti nú andvígur viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.