2.2.2017 | 17:19
Ástæðulaust að refsa fyrir móðganir á þjóðarleiðtogum
Ég er nokkuð sammála því að rökrétt sé að fella niður refsingu fyrir að "móðga" erlenda þjóðarleiðtoga.
Bæði er að þeir eru að ég tel velflestir ekki mjög móðgunargjarnir og svo hitt að þar sem líklegast er að erlendir þjóðhöfðingjar verði fyrir móðgunum og illu umtali njóta einstaklingar þinghelgi.
Það er því ástæðulaust fyrir ákæruvaldið að vera að eltast við almenning, enda ólíklegt að þjóðhöfðingjar frétti af slíkum móðgunum, eða taki þær verulega nærri sér.
En ég er verulega efins um að rétt sé að fella niður harðar refsingar fyrir að ráðast inn á eða valda skemmdum á svæðum sendiráða.
Það jafngildir árás á erlent ríki og hlýtur að teljast verulega alvarleg gjörð.
Friðhelgi sendiráða enda hornsteinn vinsamlegra samskipta á milli ríkja.
Telur 95. grein vera tímaskekkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Skemmdarverk eru alltaf skemmdarverk. Breytir litlu hver fyrir verður.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2017 kl. 17:34
@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Vissulega eru skemmdarverk alltaf skemmdarverk og ákaflega hvimleitt fyrirbæri.
En sendiráð eru mikilvæg í alþjóða samskiptum og því rétt að mínu mati að hafa ströng viðurlög við árásum eða skemmdarverkum á þeim.
Í Vínarsáttmálanum segir:
The receiving State is under a special duty to take all appropriate steps to protect the premises of the mission against any intrusion or damage and to prevent any disturbance of the peace of the mission or impairment of its dignity.
G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2017 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.