4.1.2017 | 18:11
Dapurlegir aðgerðarsinnar
Ég fyllist alltaf depurð þegar ég horfi á skemmdarverk eins og voru unnin á kirkjum norður á Akureyri nú.
Þó vita líklega flestir sem hafa átt leið um þetta blogg að ég er ekki "kirkjunnar maður". Þvert á móti hef ég oft skrifað hér um þörfina á því að skilja á milli ríkis og kirkju og að þeir sem ekki eru "kirkjunnar menn" séu leystir undan þeirri ánauð að standa undir rekstri hennar.
En skemmdarverk eru ekki réttu verkfærin í þeirri baráttu, rétt eins og gildir um þær flestar.
Jafn sjálfsagt og það er að berjast á móti forréttindum þjóðkirkunnar, eða ef svo ber undir trúarbrögðunum sjálfum, eru skemmdarverk af þessu tagi ekki rétta leiðin.
Það er alltaf jafn dapurlegt að einhverjir skuli grípa til slíkra aðgerða.
En aðgerðarsinnar hafa vissulega notið vaxandi samúðar víða um íslenskt samfélag undanfarin ár, jafnvel innan þjóðkirkjunar.
En það er þetta með að lög skuli gilda, og jafnvel að gjalda skuli keisaranum það sem keisarans er.
Skemmdarverk unnin á kirkjum á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég hef alltaf verið trúlaus en líð öllum þeim sem hafa trú að hafa hana.það er þeirra einkamál. Mér er verr við fólk sem er alltaf með Jesú á vörunum og andar stanslaust ofan í hálsmál annarra með sína persónulegu trú, finnst það alltaf vera fólk sem hafi eitthvað að fela.
öfgafullir trúhatarar, sem vilja meina fólki trú og fremja skemmdarverk á kirkjum finnst mér ógeðfellt og ófyrirgefanlegt. Það er eitthvað svipað og að eyileggja hús ungmennafelaga af því að þú ert ekki í slíku felagi. Heimskulegt, grunnhyggið og sjálfmiðað.
svokallaðir Humanistar hugnast mér ekki heldur. Þeir geta haft sína sannfæringu á meðan aðrir hafa sína í friði. Það er ekkert húmanískt við hatur og niðurlægingu.
Dettur helst í hug að viðkomandi eigi við andlegan krankleika og vona eiginlega að svo sé.msvona hagar engin hugsandi kanneskja sér.
vona að þeim takast skammarlaust að hrinsa þetta og hef meia að segja sent þeim ráð til þess og til að fyrirbyggja þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.1.2017 kl. 06:22
@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Ég er að mestu leyti sama sinnis. Sé ég á móti einhverju læt ég mér nægja að vera það "munnlega".
En því miður hefur færst í vöxt svokallaður "aktívismi", sem getur vissulega átt rétt á sér þar sem yfirvöld banna friðsöm eða munnleg mótmæli, en í lýðræðissamfélagi finnst mér það eiga sér fáar réttlætingar.
En samt sem áður er stuðningur við slíkt býsna útbreiddur, og jafnvel innan kirkjunnar.
G. Tómas Gunnarsson, 8.1.2017 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.