4.1.2017 | 16:46
Skaup í meðallagi
Gaf mér loks tíma til þess að horfa á hið íslenska Áramótaskaup nú í dag. Hafði af því þokkalega skemmtun.
Brosti annað veifið en get ekki sagt að ég hafi hlegið svo eftirtektarvert hafi verið.
En fjölskyldan segir reyndar að það sé erfitt að fá mig til að hlægja upphátt.
En skaupið var í meðallagi gott, ekkert til að kvarta yfir, en ekki ástæða til sérstakst hróss heldur.
Á því eins og stundum áður nokkur pólítísk slagsíða.
Ef til vill ekki við öðru að búast þegar fyrrverandi stjórnmálamaður er leikstjóri.
Enda ef marka má skaupið gerðist ekkert sem grín gerandi er að í Reykjavíkurborg á liðnu ári.
En það er auðvitað ekki hægt að gefa stjórnendum Reykjavíkur neitt pláss í Skaupinu. Þeir myndu þá líklega fylla það á komandi árum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.