Velkomin á Evrópska efnahagssvæðið - 25 ára gamlar "falskar fréttir".

Á stundum virðist eins og Íslendingar og íslenskir stjórnmálamenn geri sér ekki nokkra grein fyrir því hvað felist í því að Ísland sé aðili að Evrópska efnahagssvæðinu - EEA/EES.

Meðal annars felst í því að aðilar skrásetttir á svæðinu eru jafn réttháir Íslendingum er kemur að jarðarkaupum og flestum öðrum fjárfestingum.

Það gildir um Jim Ratcliffe, en gilti ekki um Nubo.

Málið er ekki flóknara en það.

Allt er málið eftir lagabókstafnum.

P.S. Þó að það sé málinu ekki skylt, ná lögin um EEA/ESS sömuleiðis yfir  erlendra verkamanna í gegnum starfsmannaleigur, sem gerir það mögulegt að erlendir starfsmenn njóti ekki sömu kjara og innlendir.

Evrópusambandið hefur áhuga á því að breyta slíku, en þær breytingar mæta harðri andstöðu á meðal marga aðildarþjóða þess í A-Evrópu.

En Íslendingar þurfa að gera sér grein fyrir því að aðild að EEA/EES fylgja kostir, en ekki síður gallar.

"Allt fyrir ekkert", var ein af þessum "fölsku fréttum", sem síðan reynist enginn sannleikur búa að baki.

 


mbl.is Ratcliffe fékk en Nubo ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Möguleikinn til að geyma fé sitt í skattaskjólum er svo enn einn hliðaranginn.

T.d. að fara með það í skjóli reglnanna um frjálsa för fjármagns til landa inna EES sem hafa "frjálslegar" reglur um hvar sé hægt að geyma peningana.

Verst er þó að við virðumst hafa verið plötuð inn í EES samstarfið á svipaðan hátt og átti að gera með ESB aðildar-"samningnum".  Þ.e. boðið upp á undanþágur t.d. eins og að meiga banna innflitning á ófrosnu kjöti en síðan eru undanþágurnar týndar af okkur ein af annari og á endanum sogumst við inn í svartholið. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.12.2016 kl. 20:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er kaldhæðni fólgin í því að vegna þess að Danir gerðust beinir aðilar að ESB í samningaviðræðum, fengu þeir því þá undantekningu fram að útlendingar fengju ekki að eiga lönd og bústaði í Danmörku. 

Í inngöngu okkar fólst ekkert slíkt og það gekk að vísu stórslysalaust fyrstu 20 árin. En nú eru breyttir tímar og brýnt að láta það ekki koma okkur óviðbúnum í opna skjöldu ef heilu sveitirnar verða komnir í eigu útlendinga, ef við fylgjumst ekki nákvæmlega með því sem er að gerast. 

Enn lakara er það ef það verður í sumum tilfellum eina vonin til að bjarga náttúru landsins frá þeim hernaði gegn lífi og náttúru landsins, sem við stundum sjálf, að útlendingar reyni að bjarga því sem bjargað verður, sjá nánar bloggpistil minn um það efni. 

Ómar Ragnarsson, 21.12.2016 kl. 00:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smávilla: "Í inngöngu okkar.." á að vera "Í inngöngu okkar í EES..."

Ómar Ragnarsson, 21.12.2016 kl. 00:28

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ratcliffe kaupir og selur svo Nubo, svo einfallt er þetta, er það ekki?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 02:05

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur Þakka þér fyrir þetta. Vissulega eru skattaskjól starfrækt innan "Sambandsins" og mjög líklegt að Íslendingar noti þau í allnokkrum mæli. Líklega hefst stærstur hluti ferða fés í skattaskjól þar.

En það hafa ekki verið nein umfram höft á flutningum annað (á meðan fjármagnsflutningar voru frjálsir) þannig að það er ekki rétt að skrifa slíkt á EEA/EES þó að vissulega spili ríki innan svæðisins stóra rullu.

Ég hygg líka að fæstir vilja hafa fjármagnsflutninga "handstýrða" til frambúðar.

En það eru vissulega líka kostir við EEA/EES aðild og við megum ekki gleyma þeim. En það er hættulegt að skrifa undir samninga sem taka sífelldum breytingum. Þess vegna er nauðsynlegt að fara yfir kosti og galla slíks samnings með reglulegu millibili og gera sér grein fyrir stöðunni.

@Ómar Þakka þér fyrir þetta. Ég helda að það sé blekking að reyna að halda því fram að það sem skipti máli sé hvort aðildin sé að EEA/EES eða að "Sambandinu".  Það skiptir að ég tel engu máli.

Íslendingar fengu undanþágu hvað varðaði fjárfestingar, en hún náði ekki til jarðakaupa. Hvort að eftir slíku var sóst þekki ég ekki.

En Danir fengu sína undanþágu á allt öðrum tíma, ef svo má segja. Ég leyfi mér að efast um að nokkurt ríki fengi slíkt fram í dag.

Rétt eins og undanþága Breta og Dana hvað varðar aðild að euroinu. Slíkt sjálfsvald um hvort að euro sé tekið upp stendur engum til boða í dag.

En eins og hlutirnir gerast má þæfa þau, og það hafa t.d. Svíar og Pólverjar nýtt sér.

En það má líka velta því fyrir sér hvort að það breyti einhverju fyrir Íslendinga hvort að eignarhald sé innlent eða erlent? Skiptir það höfuðmáli? Íslensk lög gilda áfram og íslenska ríkið er eftir sem áður í sömu stöðu ef eitthvað kemur upp hvað varðar landareignina.

@Jóhann Þakka þér fyrir þetta. Nubo er eftir sem áður óheimilt að kaupa landareignir á Íslandi, nema með sérstöku leyfi. Honum myndi, sem áður, duga að setja upp "skúffufyrirtæki" t.d. í Bretlandi, Búlgaríu nú eða Kýpur, til þess að það fyrirtæki gæti keypt.

En þó að ég þekki þetta dæmi ekki til hlýtar, þá virðist mér Ratcliffe ekki vera "milliliður".

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2016 kl. 06:10

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því má svo líklega bæta við hérna að það væri hollt fyrir Íslendinga að ræða um þetta "ekkert" sem þeim var talið trú um að þær væru að láta af hentdi fyrir "allt", þegar fjallað var um samninginn um EEA/EES.

Jafnframt væri æskilegt að fara yfir samninginn, hvernig hann hefur breyst. Hvað hann kostar, hverjir eru kostirnir og hverjir gallarnir.

Einnig að velta því fyrir sér hvernig svona samningar með "opin enda" geta þróast og breytt og hvað það getur þýtt fyrir aðildarríki.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2016 kl. 06:13

7 identicon

Það er í það minnsta yfirlýst stefna Evrópusambandsins að aðildarsamningar eins og Danir og fleiri fengu á sínum tíma séu ekki í boði í dag.

og notaðu endilega rétt eignafall á fé, Bjarni er fjármálaráðherra, ekki fésmálaráðherra....

wink

(þarf ekki annars að fara að búa til nýjan broskall, svona Glitnisbroskall...)

ls (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 08:21

8 identicon

Man lygavaðalinn sem gekk yfir þegar var verið að selja okkur ees samninginn. Og ekki gat Ræfillinn vigdís vísað því til þjóðarinnar.

GB (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 09:29

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eitt er víst að peningamenn eins og Ratcliffe henda ekki út peningum í eitthvað nema að það sé góður möguleiki að þeir fái töluvert meiri pening til baka.

Skúffufyrirtæki Nubo er kanski einmitt Ratcliffe? Hver veit?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 21.12.2016 kl. 10:11

10 identicon

Peningakallar kaupa aðallega tvennt:

1. Eitthvað sem þeir geta grætt á (vinnan).

2. Leikföng og lúxus (frítíminn).

Þessi jarðakaup öll geta alveg eins verið liður nr. 2 (án þess náttúrlega að ég hafi hina minnstu hugmynd um það).

ls (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 10:31

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Þakka þér fyrir þetta.  Ég held að megi treysta nokkuð á þá stefnu "Sambandsins", enda mikið erfiðara að sættast á undanþágur eftir því sem aildarlöndin eru fleiri.  Ef þeim heldi sífellt áfram að fjölga, endaði slíkt með að sáttmálarnir væru til lítils.

Þetta eru eiginlega fjár-i slæm réttritunarmistök af minni hálfu. Þakka þér fyrir að benda mér á þetta. Ég missi vissulega fés við þetta en ætíð skal hafa það sem sannara reynist. Þakkir enn og aftur.

Glitnisbroskallinn er löngu orðin klassík, enda ætti maður að nota hann meira. Aldrei hægt að vita hvort eitthvað sem skrifað er endi fyrir rétti og þá er gott að geta gripið til hans.

@Jóhann Þakka þér fyrir þetta.  Ekki þekki ég neitt til Ratcliffe´s, en mér sýnist að hann sé að byggja upp eignir í kringum ár og laxveiði.  Það þykir mörgum gott hobbý, en það getur vissulega einnig gefið vel af sér til lengri tíma.

Eins og ls bendir réttilega á eru "leikföng og lúxus" vinsæl á meðal þeirra efnameiri. Það væri líklega þrengri í búi hjá Mercedes (og mörgum öðrum lúxusbílaframleiðendum) ef gerð væri ströng ávöxtunarkrafa til "fjárfestinganna" frá þeim.

En ég þekki ekkert til Ratcliffe né heldur Nubo þannig að orðum mínum fylgir engin ábyrgð.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2016 kl. 11:28

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@GB Þakka þér fyrir þetta.  Sölumennskan hvað varðari EEA/EES samninginn var eins og margt annað. Stórar fullyrðingar, en fáir ef nokkur vissi í raun hvað var að gerast.

Ég held að það sé óhætt að fullyrða að fáir ef nokkur hafi séð fyrir hvernig samningurinn myndi í raun þróast og hvaða áhrif hann hefði t.d. nú 2016. Það í sjálfu sér lítið vitað hvert og hvernig "Sambandið" myndi þróast og langt í frá sjálfgefið um slíkt enn.

Sambandsríki Euroríkjanna verður þó æ líklegra, en hver veit.

Nú er næsta ljóst að stærsta einstaka viðskiptaland Íslendinga er að hverfa úr "Sambandinu" og samningurinn því útlit fyrir að samningurinn missi þó nokkuð af plús hliðinni fyrir Íslendinga, en einhvern veginn hef ég ekki trú á því að framlögin verði lækkuð.

G. Tómas Gunnarsson, 21.12.2016 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband