18.12.2016 | 17:26
Níundi áratugurinn var að hringja og vill...
Fyrir rétt rúmum fjórum árum gerði forseti Bandaríkjanna Barack Obama grín af Mitt Romney frambjóðenda Repúblíkana, með eftirfarndi orðum:
Níundi áratugurinn var að hringja og vill fá utanríkisstefnuna sína aftur, Kalda stríðinu lauk fyrir 20 árum ([t]he 1980s are now calling to ask for their foreign policy back, because the Cold Wars been over for 20 years.).
Ástæðan fyrir þessum brandara friðarverðlaunahafa Nobels, Obama var að Romney hafði sagt að helsti "geopólítíski" andstæðingur Bandaríkjanna væri enn þá Rússland.
Þetta þótti hinn besti brandari og öll hin "frjálslynda" pressa gerði mikið úr því að "kaldastríðsfákurinn" Romney væri "frambjóðandi síðustu aldar".
Spólum áfram 4. ár og hin sama "frjálslynda" pressa nær ekki upp í nefið á sér fyrir reiði vegna þess að hún er fullviss um að Rússland hafi barist gegn vonarstjörnu sinni, Hillary Clinton, og líklega komið í veg fyrir að hún yrði forseti Bandaríkjanna.
Ef til vill ekki að undra að slegið hafi á trúverðugleikann.
En líklega kemst 9. áratugurinn aðeins í símann á 4. ára fresti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Stríð, bæði köld og heit, geta byrjað upp á nýtt, ekki satt?
Wilhelm Emilsson, 18.12.2016 kl. 20:24
Obama var of upptekin af eigin snilld til að taka eftir að Putin átti alls kostar við hann.
Ragnhildur Kolka, 19.12.2016 kl. 01:10
@Vilhelm Þakka þér fyrir þetta. Vissulega lýkur stundum stríðum og stundum blossa þau upp á ný. Það gildir bæði um þau köldu og heitu. En það er langt síðan að mátti merkja aukin umsvif rússa í "kalda stríðinu" og þeir hafa ekki verið svo hræddir við hitann heldur. Var það 2008 sem Rússar voru að blása í glæðurnar í Georgíu? Á svipuðum tíma gerðu þeir "cyber árás" á Eistland.
En það er þegar stjórnmálamönnum og pressunni sem er hliðholl þeim hentar og hvenær ekki, sem stundum skiptir meira máli. En stundum er slíkt greitt með missi á trúverðugleika.
@Ragnhildur Þakka þér fyrir þetta. Obama hefur líklega verið full upptekinn við að pússa Nóbelsverðlaunin sín, of stóran hluta valdatíma síns.
G. Tómas Gunnarsson, 19.12.2016 kl. 04:55
Takk fyrir svarið, Tómas.
Wilhelm Emilsson, 19.12.2016 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.