Pólítískur ómöguleiki, illdeilur og viðræður

Ég veit ekki hversu byltingarkennd úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga eru, ég held að þau endurspegli frekar sundrungu samfélagsins en ákalli eftir byltingu.

Úrslitin í sjálfu sér ekki svo langt frá úrslitunum 1987.  Alls ekki eins, enda annar tími, aðrir flokkar og aðrar "persónur og leikendur".

En úrslitin reyna hins vegar á stjórnmálamenn og ekki síst hæfni þeirra til að gefa eftir, gera málamiðlanir og horfa á málefni en ekki persónur eða flokka.

En fleiri flokkar gera slíkt að sjálfsögðu ekki einfaldara. Það skiptir engu máli þó fjölbreytni geti verið af hinu góða, þá er ekkert auðveldara fyrir stjórnmálamenn að starfa saman á milli flokka, en innan flokka (ég bloggaði stuttlega um það fyrir stuttu síðan).

Hvoru tveggja krefst samstarfsvilja og stjórnmálamenn þurfa að geta sæst á málamiðlanir og jafnvel sætta sig við pólítískan ómöguleika - alla vegna um stund.

Ef litið er til þeirra illdeilna sem hafa svo gosið upp á vinstri væng stjórnmálanna eftir að "hin 5 fræknu" slitu viðræðunum, er ekki erfitt að skilja hvers vegna viðræðurnar náðu ekki einu sinni að verða "formlegar".

Það er jú ástæða fyrir því að vinstri vængurinn á Alþingi telur 5 til 6 flokka (plús svo þá sem ekki náðu að komast á þing), svona eftir því hvernig vilji er til að skilgreina vinstri.

En ef vinstri menn á Íslandi telja það bestu leiðina til samstarfs, ættu þeir auðvitað að stofna fleiri flokka, því gleðin og samstarfsviljinn felst í fjölbreytileikanum, ekki satt?


mbl.is Ekki á einu máli um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Vinstri menn virðast hafa mikla þörf til að skipta sér og stofna hliðar sambönd, jafnvel bara skipta um nöfn og kennitölur.  Þeir virðast vera mjög hræddir við að eldast og þurfa því endalaust að skipta um ham eins og skrölt ormar og margir aðrir ættingjar þeirra.  

Þetta háttarlag passar akkúrat inní hið dásamlega kennitöluflakk sem stjórnvöld hér hafa á öllum tímum varið með oddi og egg til mikillar hamingju fyrir ærlega sem sjá á eftir vinnu lífsýns, stolið löglega til að styðja gjaldþrota fyrirtæki þjófa á lappirnar aftur.

Ég held að sundrung sé ekkert mikil á meðal landans, sé grannt skoðað, en flokka kraðak gerir það ekki einfalt að finna leið til að standa saman.  Skortur á röggsemi nútíma hægri manna er himin hrópandi enda eru þeir ekki vanir öðru en  að geta beðið pabba um meira ef vantar.

Niðurstaða kosninganna er ónýt og því fyrr sem menn skilja það því betra.  En niðurstaðan er hvorki byltingarlend,gefandi eða upplýsandi og skilar okkur Íslendingum sem borgum þessu fólki kaup akkúrat engu öðru en leiðindum, eins og biðtímar gera gjarnan. 

Það væri vænt um að það fólk sem ber öðrum meiri ábyrgð á þessari stöðu sem nú er upp komin, hugsi sinn gang.  Það er ekki eins og þetta sé bara einhver leikur sem kostar ekki neitt og sé búin þegar við vöknum.   Nei þannig er það ekki og megin ábyrgðarmennirnir eru öll stjórnar andstaðan, og æti hún að vera kauplaus þar til hún hefur leist þetta mál.

En það sannaðist en og aftur að formaður Sjálfstæðis flokksins er ágætur í meðbyr en gersamlega þreklaus þá á móti honum blæs.  Sigurður Ingi er svo bara svona og í stað þess að styðja Sigmund Davíð þá æðsta vald vinstri manna gerði honum fyrirsát og smíðaði lygaflækju uppá hann, þá ákvað hann að veita honum andstöðu freka en liðveislu og er hann því ómerkingur í mínum huga, þó engin framsóknar maður sé ég.      

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2016 kl. 22:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nákvæmlega það sem þú reifar hér í lokin um ógeðfelldan þátt Sigurðar Inga,samþykki ég þótt ekki sé Framsóknarkona.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2016 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband