29.11.2016 | 06:42
Frelsi eða dauði breyttist í dauða frelsisins
Bylting Fidels Castro og félaga á Kúbu var undir slagorðinu "Frelsi eða dauði". En eitt það fyrsta sem dó eftir að Castro tók við völdum var frelsið.
Þannig lýsti einn af fyrrum félögum Castros þróun byltingarinnar á Kúbu.
Í upphafi var enda ætlunin að halda frjálsar kosningar, en bylting Castros, rétt eins og margar aðrar byltingar, þurfti að éta börnin sín til að halda sér gangandi.
Fangelsanir, kúganir, ofríki og fátækt varð hlutskipti þegnanna.
Hvað best hafa þeir það sem eru seldir í vinnu hjá erlendum stórfyrirtækjum, þó þeir fái í eigin hendur aðeins brotabrot af þeim launum sem fyrirtækin greiða.
En fæstir eru alslæmir. Menntun og heilsugæsla voru á meðal helstu baráttumála byltingarinnar, og þó að menntunin hafi að hluta til snúist um innrætingu og heilsugæslan hafi á síðari árum mátt sín lítils vegna skorts á nauðsynlegum lyfjum og tækjum, þá voru það vissulega framfarir.
En án utanaðkomandi stuðnings gat byltingin ekki gengið áfram, ekki á Kúbu, hvað þá að Kúbumenn gætu tekið að sér að vera "verktakar byltingarinnar" í fjarlægum löndum.
Þeim fer óðum fækkandi "sæluríkjum sósíalismans", ríki eins og Kúba og Venuzuela eru í raun á heljarþröm.
Íslendingar þekkja í samtímanum Kúbu líklega helst út frá notkun landsins í hræðsluáróðri.
Það er svo ef til vill tímanna tákn, að margir af þeim sem töldu það versta sem gæti komið fyrir ríki þriðja heimsins væri að vera í viðskiptum við Vesturlönd, sem mergsygu þau og arðrændu.
Nú jafnvel kenna sumir hinna sömu viðskiptabanni Bandaríkjanna um vesöldina á Kúbu.
Fidel Castro látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Saga | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.