16.11.2016 | 15:41
3, 4 eða 5?
Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig viðræður á vinstri vængnum (-/+ Viðreisn) koma til með að ganga.
Persónulega hef ég ekki svo mikla trú á því að það verði málefnin sem hugsanlegt stjórnarsamstarf muni stranda á. Það er ekki svo langt á milli vinstri flokkanna þar og ef Viðreisn er reiðubúin til að standa með flestum vinstri lausnunum til að mjaka draumnum um "Sambandsaðild" örlítið áfram verða vandmálin ekki þar.
Ég held að stóra spurningin verði um traust. Hvort að leiðtogar og einnig þingmenn þessara flokka beri traust til hvors annars. Þar held ég að geti orðið vöntun, ef ekki hreinlega skortur.
Síðasta vinstri stjórn innhélt aðeins tvo flokka og samt gekk kattasmölunin erfiðlega. Sú stjórn var í raun minnihlutastjórn síðari hluta þess kjörtímabils.
Sumir þeirra flokka sem nú vilja standa að vinstri stjórn hafa tekið upp flest ósættis mál þeirrar ríkisstjórnar upp á arma sína.
Það getur því orðið erfitt að ná tilskyldu trausti svo að hægt verði að horfa með bjartsýni til 4ja eða 5 flokka ríkisstjórnar.
Sjálfsagt sjá einhverjir nú eftir því að hafa ráðist jafn harkalega á Bjarta framtíð og formann hennar, vegna viðræðna við Sjálfstæðisflokk.
Slíkt "skítkast" á það til að hafa býsna víðtæk og löng áhrif, sérstaklega ef "skíturinn berst í viftuna".
Katrín vill mynda fjölflokkastjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég huxa að látið verði reyna á það. Þó ekki nema væri þangaðtil búið verður að ná í gegn einhverjum breytingum í stórmálum á borð við stjórnarskrána, sjávarútvegsstefnu og þjóðaratkvæði um ESB-viðræður.
En reyndar eru held ég allir flokkar (líka D) sammála um það sem skiptir þó mestu: heilbrigðis- og menntamál. Þannig að kannski skiptir ekki öllu máli hverjir fara í stjórn.
Svo kannski trosnar þetta.
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 22:28
Kom ekki frumkvæðið frá Jóku,sem skrifaði á Facebooksíðu sína að hún tryði ekki að Óttar P. ætlaði að leiða Sjálfstæðisflokkinn til forsætis.Þá tók restin af Samfó að herma það eftir.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2016 kl. 02:13
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það kann að vera rétt hjá þér. Ég held reyndar að slíkt myndi ekki gefast vel, en það er önnur saga.
Evrópusambandsmálið er í rauninni dæmi um þráhyggjuna sem hefur oft farið illa með íslensk stjórnmál. Andstaða við aðild að "Sambandinu" fer vaxandi, æ fleiri á vinstri vængnum eru afhuga aðild (eða telja ekki tímabært að huga að henni) en ákveðinn hópur hangir eins og hundur á roði á einhverri atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður sem engin veit í raun hvernig á að lífga við.
En þeir eru vissulega til sem telja pólítískt líf sitt hanga á þessu.
Ég hef áður sagt það hér að ég telji alla Íslenska stjórnmálaflokka eiga "samleið", en vissulega þurfa allir að gefa eftir í samstarfi við aðra.
Þannig skiptir ekki mestu hverjir fara í stjórn, en traustið verður að vera til staðar. Það hefur stundum vantað í ríkisstjórnir (það hvarf í núverandi stjórn, og var alvarlegur skortur á því í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms) og kann aldrei góðri lukku að stýra.
@Helga Þakka þér fyrir þetta. Ég held nú reyndar að svo gott sem allir séu hættir að hlusta á Jóhönnu. Það sjá enda flestir hvert hún leiddi Samfylkinguna.
En það hefur lengi verið sérgrein vinstri manna á Íslandi að bera hverja aðra svikabrigsl og er það líklega sú grein pólítíkunnar sem þeir hafa náð hvað bestum árangri í.
Í sjálfu sér hefur það ekkert breyst, enda spretta nýjir flokkar upp á þeim vængnum ótt og títt.
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 05:20
Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig nokkrum heilvita manni hér á landi geti dottið í hug að handónýtt ESB sé einhver lausn fyrir þessa þjóð. Fylgist fólk ekki með?
anna (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 16:02
Ákveðinn hópur? Er það ekki stór hluti kjósenda? Veit það sosum ekki. En enn og aftur: þetta með þjóðaratkvæðið snýst ekki um vilja til að fara í ESB heldur um vilja þjóðarinnar til að fá að ákveða hlutina sjálf og svo býr þarna líka að baki krafa um að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hvað er svona skelfilegt við að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég skil ekki ótta ákveðins hóps við það.
Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2016 kl. 16:35
@anna Þakka þér fyrir þetta. Það hafa margir fest sitt pólítíska kapítal á "Sambandið" þó að ávöxtunin hafi verið rýr. Samfylkingin líklega besta dæmi um það.
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Vissulega hafa skoðanakannanir gefið það til kynna að stór hópur kjósenda hafi áhuga á því að halda áfram viðræðum við "Sambandið", samhliða því að ekki minni hópur er algerlega andvígur því að ganga í "Sambandið".
Það er þessi "skemmtilega" þversögn sem hefur í raun skapað þetta vandamál í íslenskum stjórnmálum. Það kemur ekki síst til af því að hluti stjórnmálamanna hefur gert út á þetta. Það hefur gefið gott pólítískt eldsneyti.
Sömuleiðis að enginn hefur útskýrt fyrir kjósendum hvernig viðræðurnar gengu fyrir sig, af hverju þær sigldu í strand eða hvernir þeir hafa hugsað sér að lífga þær við á ný.
Í raun liggur fyrir að "Sambandið" hefur ákaflega takmarkaðan áhuga á því að ræða við Íslendinga, alla vegna með þeim formerkjum sem Íslendingar hafa sett.
Hvers vegna neitaði "Sambandið" að afhenda rýniskýrsluna í sjávarútvegi?
Það er sömuleiðis alveg ljóst hvernig "Sambandið" lítur á viðræðurnar, þær snúast um hvernig og hvenær ríki ætlar að uppfyllga "aquis" eða skilmála "Sambandsins". Skilyrðin sem utanríkismálanefnd Alþingis setti "flútta" ekki þar við.
Þannig að það sækir ekkert ríki um aðild að Evrópusambandinu nema að vilja ganga þangað inn.
En þetta er það sem býsna margir stjórnamálamenn virðast ekki vilja, eða eru ekki færir um að ræða.
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 16:48
Ef Íslendingar vilja ekki ganga í ESB þá gera þeir það ekki. Svo einfalt er málið.
En eins og ég sagði: Þetta snýst um að kjósendur vilja að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Það er mikilvægt atriði í þessu sem þú nefnir aldrei.
Kristján G. Arngrímsson, 18.11.2016 kl. 21:53
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það er þetta með stjórnmálamennina og loforðin. Svona eins og með loforð Steingríms J. um að ríkisstjórn VG og Samfylkingar væri ekki að fara að sækja um aðild að "Sambandinu".
En lausnin gæti auðvitað verið að spyrja Íslendinga einfaldega í þjóðaratkvæðagreiðslu: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?
Já Nei.
Ef svarið er já, þá er sótt um aðild og viðræður hefjast ef "Sambandið" er til þeirra fúst.
En þessa lausn mega all margir ekki heyra minnst á.
Ef til vill væri svo ráð að spyrja t.d. Katrínu Jakobsdóttur hvers vegna hún greiddi atkvæði að Alþingi gegn því að málið færi í þjóðaratkvæði.
Hvers vegna var hún á móti því að kjósendur fengju aðkomu að málinu.
Sjálfstæðisflokkurinn sagði að lengra yrði ekki haldið með málið án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla væri haldin.
Það má halda því fram að það loforð hafi verið svikið og svo hið gagnstæða.
En það er hvorki fyrsta, né síðasta "loforð" sem hefur verið svikið af stjórnmálamönnum.
G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2016 kl. 08:31
Þú drepur málinu á dreif, en það breytir ekki því, að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu er í raun krafa um að loforð sé efnt.
Kannski er ég svona barnalegur að halda að loforð skipti máli - hvort sem er í pólitík eða annarstaðar.
En svo ég tali nú bara útfrá sjálfum mér, og fullyrði ekkert um aðra kjósendur, þá er ég mikið til alveg hættur að taka mark á því sem fólk segir þegar það er í pólitík. Og þá á ég við fólk í öllum flokkum, alla pólitíkusa.
Er ég að segjast vera of hreinlyndur fyrir pólitík? Nei, ég held að pólitík gæti alveg verið betri en hún er og að það væri betra fyrir alla ef hún væri það. Það vinnst held ég óskup fátt með lygum og sviknum loforðum.
En hvað veit ég svosem? Oftast veit ég ekki einu sinni hvers vegna ég er yfirleitt að velta þessu fyrir mér.
Það er ekki einu sinni gaman.
Kristján G. Arngrímsson, 19.11.2016 kl. 09:22
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Nei, það skiptir auðvitað meginmáli hvað menn vilja spyrja um. Og reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn oft "opnað" á það að spyrja um hvort þjóðin vildi ganga í "Sambandið".
Sjálfur gerðir þú svo aftur grín að þörfinni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur fyrir all nokkru:
Allt í lagi að halda atkvæði um hvort eigi að halda viðræðum áfram, en ættum við þá ekki að byrja á að halda atkvæði um hvort eigi að halda atkvæði um hvort halda eigi viðræðum áfram? Og svo framvegis ...
Það er reyndar merkilegt að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ekkert að erfa þessi "meintu svik". Kosningar nú skiluðu flokknum umtalsverðri aukningu.
En kjósendur annara flokka eru algerlega "gáttaðir" á þessari framkomu.
En hví myndir þú telja það svik að halda þjóðaratkvæðagreiðslur þar sem spurt væri hvort Íslendingar hefðu áhuga á því að ganga í "Sambandið"?
G. Tómas Gunnarsson, 19.11.2016 kl. 09:39
Dia duit
Ba mhaith linn buíochas a chur ar fáil ar iasacht do dhuine ar bith a bhfuil gá acu ar iasacht mar chuid den saoire ag deireadh na bliana agus dea mar i gcónaí tá muid ar fáil a dhéanamh do shaol sona. Mar sin, má tá tú fós suim acu i iasacht a fhios go bhfuil muid in ann a dhéanamh ar iasacht euro suas go dtí 5000 go dtí € 10,800,000 agus na coinníollacha a dhéanamh do shaol níos éasca. Just a déan teagmháil linn tríd an seoladh finance03.for.all@gmail.com
Tá na réimsí inar féidir linn cabhrú: Airgeadas, Real Estate Creidmheasa, Creidmheas i leith Infheistíochta, Comhdhlúite Creidmheasa Fiach, iasacht phearsanta, iasacht de chineál ar bith a cheannach ....
Mar sin, le do thoil kindly déan teagmháil linn ionas gur féidir linn a shásamh duit chomh luath agus is féidir.
Déan teagmháil Ríomhphost: finance03.for.all@gmail.com
dayvilla (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.