Athyglisverð skoðanakönnun

Þessi könnun er athglisverð nú u.þ.b. 2. vikum eftir kosningar.

Eins og oft er með kannanir á fylgi er hægt að skoða hana með tvö mismunandi viðmið.  Annars vegar er hægt að bera niðurstöðurnar saman við kosningaúrslit, eða þá að bera þær saman við síðustu könnun sama fyrirtækis, sem birtis degi fyrir kjördag.

Ályktanirnar sem hægt er að draga af könnuninni eru nokkuð misvísandi eftir því hvort viðmiðið er valið.

Þannig er t.d. Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð undir kjörfylgi, en bætir sig frá könnun sama fyrirtækis deginum fyrir kjördag.

Vinstri græn bæta við sig, en minna sé miðað við skoðanakönnunina en kjördag.

Fylgið virðist halda áfram að hrynja af Pírötum, en hrunið er þó mun meira ef miðað er við skoðanakönnunina en kjördaginn.

Viðreisn stendur nokkuð í stað frá kjördegi, en bætir við sig miðað við skoðanakönnunina.

Sama má segja um Bjarta framtíð, þar er bæting frá báðum viðmiðum.

Það er öfugt með Framsóknarflokkinn, þar er tap á báðum vígstöðvum.

Samfylkingin rekur svo eins og áður lestina, þar er tap á báðum vígstöðvum, tapið frá kosningum er þó varla mælanlegt, aðeins 0.1%, en flokkurinn missir hálft prósentustig frá skoðanakönnuninni.  Neðri vikmörk tækju hann út af þingi (nema hugsanlega kjördæmkjörinn þingmann í NE).

Eins og oft áður skiptir máli hvert viðmiðið er í hinni pólítísku baráttu, en þó eru þarna  vísbendingar um fylgishreyfingar þó að þær séu ekki miklar.

En það eru þeir flokkar sem hafa verið mest í umræðunni í kringum stjórnarmyndun sem koma best út, hinir síður.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband