Ekki hægt að segja að niðurstaðan komi á óvart

Ég get ekki sagt að þessi niðurstaða komi mér á óvart.  Ég hefði talið það gæti ekki talist annað en neyðarbrauð að leggja af stað með ríkisstjórn með 1. þingmanns meirihluta nú.

Hvert framhaldið verður er eitthvað sem ég ætla ekki að spá um.

Sú frétt að Bjarni og Katrín hafi rætt saman gefur ástæðu til örlítillar bjartsýni.

En þar sem ég hef alltaf gaman af því að hafa rétt fyrir mér, spái ég að næst verði stjórnarmyndunarviðræður þar sem Katrín Jakobsdóttir kemur við sögu.

En læt ósagt hvaða aðrir flokkar verði þar viðloðandi.

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég hef grun um að með einstrengingslegri stefnu í sjávarútvegsmálum sé Sjálfstæðisflokkurinn búinn að mála sig út í horn og geti ekki farið í stjórn með neinum.

Þeir vilja ekki hrófla við neinu (að kröfu útgerðarinnar) en allir aðrir eru komnir á næsta reit - ef ekki þarnæsta - og Sjálfstæðisflokkurinn situr eftir eins og úrelt "Flat Earth Society".

Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2016 kl. 21:42

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ég er ekki svo viss um að strandað hafi á sjávarútveginum, þó að vissulega hljómi það vel fyrir ýmsa að segja svo.

Heldurðu að Við/BF hafi gefið strax eftir hvað varðar Evrópusambandið?

Málið er að ég held að þegar upp var staðið gerðu flestir sér grein fyrir því að miðað við "ástandið" væri það feigðarflan að leggja af stað með eins manns meirihluta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar sýnt sig í gegnum tíðina að vera mun sveigjanlegri flokkur en margir af þeim smærri.

Það kemur að hluta til af nauðsyn, enda er fylgst svo grannt með því hvað hinir flokkarnir "gefa eftir", því eins og mantran er nú, er það hræðilegasta sem getur komið fyrir nokkurn flokk, að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 05:19

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Að strandað hafi á sjávarútvegsmálunum og Evrópumálunum hef ég bara eftir Óttari og Benedikt, sem hafa sagt það í fjölmiðlum.

Að það sé vont að vera með D í stjórn hefur með að gera að sá flokkur er jafnan stærstur og sterkastur og eins og við vitum gildir "might is right" í pólitík.

Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 10:47

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það sem ég á við, er að þó að eitthvað sé sagt í fjölmiðlum, þarf það ekki að vera raunverulega ástæðan, þó að svo geti visslega verið.

En á svona "slitaugnablikum" er mikilvægt að segja það sem hljómar vel.

Flokkar hafa komið vel út úr því að hafa verið með Sjálfstæðisflokknum í stjórn og svo illa.

Rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið bæði vel og illa út úr samstarfi við aðra flokka.  Annað er einfaldlega bábilja sem hentar að halda á lofti.

G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband