15.11.2016 | 17:15
Örlítið um "góða fólkið" sem stuðlaði að kjöri DJ Trump
Hér er myndband frá "fréttaritaranum" Jonathan Pie (sem er alter ego grínistans Tom Walker). Hann er nokkuð ómyrkur í máli, og það má segja að "fuck" sé ef til vill of stór hluti orðaforðans. En það má vel hafa gaman af þessu og reyndar gagn ef út í það er farið. Enda fer naglinn beint á höfuðið í mörgum tilfellum. P.S. Ef til vill er það sorglegasta við þennan rant og og þennan "fréttamann" sú staðreynd að ótrúlega margir telja hann alvöru. Ef til vill segir það eitthvað um ástand fjölmiðla í nútímanum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú fulllangt gengið að segja góða fólkið hafa stuðlað að kjöri Trumps, en segja má að það hafi í sinni algóriþmabómull (eða bergmálshelli eins og það hefur verið kallað á íslensku) stungið höfðinu í sandinn. Þess vegna kom sigur Trumps á óvart.
"Vinstri" fjölmiðlar eru ekki þeir einu, ekki má gleyma Fox News og Daily Mail og öllum Murdoch samsteypunni. Held að hún hafi nú frekar stuðlað að kjöri Trumps. Kjósendur hans held ég að fylgist fæstir með þessum meintu "liberal" (þ.e. vinstri) fjölmiðlum. Að minnsta kosti efast ég um að einn einasti kjósandi Trumps hafi lesið Guardian.
Kristján G. Arngrímsson, 15.11.2016 kl. 21:39
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Þetta er auðvitað grínisti og færir í stílinn. Hann er Breskur þannig að þetta er dálítið út frá því sjónarmiði. Enda ekki bara að tala um Trump, heldur Brexit og bresku kosningarnar einnig.
En það er þetta með að "taka samtalið" við fólkið, en ekki bara sletta á það stimplum s.s. "deplorables", rasistar, óupplýstir heimskingjar o.s.frv.
Fregnir af háskólasamfélögum beggja megin Atlants eru oft á þann veg að það er hreinlega ekki hægt að bjóða upp á mismunandi skoðanir, þá hreinlega verður allt "vitlaust".
En það er alveg rétt að fjölmiðlar eru orðnir býsna "póleraðir". Það er ekki út af engu að NYT biðst eiginlega afsökunar á fréttaflutningi sínum fyrir bandarísku kosningarnar, og "umboðsmaður almennings" hjá blaðinu fór reyndar um það hörðum orðum.
Svo afgerandi var fréttafluttningurinn með Clinton.
Fréttafólk var að senda Clinton spurningar fyrirfram fyrir kappræður o.s.frv.
G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 05:13
Vandi fjölmiðlanna er að nokkru leyti orðinn sá að samkeppnin við t.d. Facebook er orðin svö hörð að hefðbundnir miðlar þurfa að flytja fréttir sem þeir vita að lesendur vilja - annars fá þeir ekki lestur/áhorf. Úr verður bjöguð fréttamennska.
Þetta hafa reyndar skringimiðlar á borð við Fox News og Daily Mail lengi gert, en nú er jafnvel the grand old lady að smitast af þessu algóriþmabómullarheilkenni (glæsilegt orð!)
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 07:11
Þetta með háskólana á sér svipaðar rætur því að þar eru völd rekstrardeildarinnar (administration) orðin alger og þeir líta bara á þetta sem bisniss og nemendur sem viðskiptavini sem að sjálfsögðu hafa þá alltaf rétt fyrir sér. Og má ekki styggja ef þeir vilja ekki láta styggja sig.
Háskólar líta ekki á sig sem menntastofnanir heldur þjónustufyrirtæki. Það má deila um hvort það er æskileg þróun eða vond.
Hluti af þessum vanda er sk. einkunnaverðbólga. Nemendur (og jafnvel foreldrar þeirra!) krefjast hærri einkunna og þá bara fá þeir hærri einkunnir. Kennarar verða að verða við þessum kröfum ef þeir ætla að halda starfinu (þrátt fyrir sk. æviráðningu - tenure - er í rauninni lítið mál fyrir háskóla að losa sig við kennara sem ekki hagar sér).
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 07:42
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Staðreyndin, jafn sorgleg og hún kann að vera er sú að það sem þú kallar "skringimiðla", eru einfaldlega ekki með meiri bias heldur en aðrir, nema þá ef til vill frá þínu sjónarhorni.
Ég reyndar les aldrei Daily Mail, en fyrir bandarísku kosningarnar fór ég stöku sinnum á Fox. Sá þar til dæmis mjög góðar umræður þar sem Bob Woodward var á meðal "kommentera". Auðvitað virkar Fox "skringilega" við hliðina á CNN og NYT, enda skrifaði "umboðsmaður almennings" í NYT:
Does this sound familiar?
Hillary Clinton, in a rare interview on Fox News last Sunday, claimed that the F.B.I. director, James B. Comey Jr., had called her statements about her private email servers “truthful” and said she has been consistent with the American people in her accounts about the controversy. As it turns out, Clinton’s contentions in the interview were misleading, bordering on false.
If you’re getting all your political news from The New York Times, this may be the first time you’re hearing this. Clinton’s remarks were covered by several major news organizations, several of which pointedly challenged the Democratic nominee’s candor. But nothing on the interview ever appeared in The Times, either online or in print.
Ég myndi ekki vilja fá mínar fréttir eingöngu frá hvorugum þessara miðla, eða þá t.d. CNN, sem ég horfði mikið á á kosninganóttina. Það minnti á köflum á líkvöku. Og ekki voru íslensku miðlarnir skárri, það var skelfilega ljóst hver það var sem fréttamennirnir vildu að ynni. Og þetta voru engir "skoðanadálkar" heldur fréttir.
Ég er reyndar ekki vel fær um að ræða Facebook áhrif, enda tekið þá ákvörðun að vera ekki þar og hef aldrei verið. Ekki heldur á neinum sambærilegum miðlum. Ekki minn tebolli ef svo má að orði komast.
Ég þekki heldur ekki þetta með háskólana sjálfur, en það er ekki hægt annað en að heyra um þetta og lesa.
En það er ekki bundið við þá háskóla sem rukka himinhá gjöld. Líklega er ástandið ef eitthvað er betra í þeim.
En sú mynd sem þú dregur upp er ekki falleg.
En sjálfsagt byrjar þetta í grunnskólunum. Staðreyndin er sú að sú mynd sem ég sé í gegnum skólagöngu minna barna, er allt önnur og betri. En hvort að það endist á eftir að koma í ljós.
G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 08:52
Það er eðlilegt að finnast þeir miðlar sem hallast í sömu átt og maður sjálfur betri og málefnalegri en þeir sem hallast í aðrar áttir. Það gildir það sama um okkur og fjölmiðlana, að hversu mikið sem við reynum (mismikið náttúrlega eins og fjölmiðlarnir) getum við aldrei metið þá algerlega hlutlaust.
Varðandi góða og vonda fólkið hefur mér sýnst býsna margir báðum megin (náttúrlega alger ofureinföldun að skipta bara í tvennt) falla rækilega í þá gryfju að uppnefna og fordæma einstaklinga og hópa og koma sér þannig hjá því að ræða málefnin. Menn eru nefninlega ekkert endilega vondir þó þeir séu ósammála manni jafnvel í stórum málum.
Einhversstaðar sá ég Magnús Hafsteinsson lýsa því af hverju hann teldi Trump hafa unnið kosningarnar í Bandaríkjunum. Hann vísaði einfaldlega í viðtal við Íslending sem býr þar. Það er einfaldlega heilmikið til í því sem þar kemur fram, þ.e.a.s. hvernig málin horfa fyrir venjulegum Bandaríkjamanni.
ls (IP-tala skráð) 16.11.2016 kl. 09:31
@ls Þakka þér fyrir þetta. Það er alveg rétt að mörgu leyti erum við að leita að "speglinum" þegar við veljum okkur fjölmiðla. Við viljum fá staðfestingu á því að skoðanir okkar séu "réttar".
Þess vegna er svo mikilvægt (í það minnsta fyrir mig) að lesa mismundi miðla.
Stimplar eins og "góða fólkið" og svo "vonda fólkið" eru í raun afleiðing þessara pólaríseringar, og í raun má auðvitað segja að slíkar alhæfingar eigi ekki rétt á sér.
En það er samt erfitt að sneyða alfarið hjá þeim, því þær geta verið svo skemmtilegar.
Sjónarhornið á Bandaríkin sem blasir við svo mörgum Evrópubúum er aðeins á "Strandirnar". Bandaríkin eru "bara" New York, Boston, Los Angeles, San Fransisco og Silicon Valley. Síðan skreppa "þeir" í frí tíl Florida.
Það eru ekki margar fréttir sem koma frá "fly over" ríkjunum, hvað þá að sjónvarpsseríur gerist þar.
Enda "Friends", Seinfeld, Sex & the City o.s.frv. helsti "gluggi" heilu kynslóðanna inn í Amerískan "lífsstandard".
Sjálfsagt eru svo komin ný "sitcom" núna, en ég fylgist ekki svo mikið með. Síðasta þáttaröð sem ég sá var "The Get Down" og hafði mikið gaman af, enda top "old school" stuff.
G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 09:53
Það verður ekki framhjá því litið að kosningabarátta Trumps einkenndist af skelfilegum málflutningi - kvenfyrirlitningu og rasisma. Maður þarf ekkert að vera politically correct til að finnast það. Veistu um einhvern sem er hrifinn af Trump sem pólitíkusi?
Eins og frægt varð tóku jafnvel einarðir repúblíkanar stöðu gegn honum. Var það bara til að friðþægja "góða fólkið"?
Og by the way: þeir sem nota frasann "góða fólkið" og meina eitthvað með því líta varla á sjálfa sig sem eitthvað annað en skynsamt fólk sem "horfist í augu við staðreyndir" og "tells it likes it is" eins og sagt var um Trump.
Sigmundur Davíð fór eitthvað að tala um það um daginn að Íslendingar "yrðu að þora" að ræða viðkvæm mál eins og innflytjendamál. Þessi frasi, "verða að þora", er held ég veigrunaryrði fyrir að mega vera á móti innflytjendum almennt. Þetta er daður við einangrunarhyggju að hætti Trumps. Sem betur fer er SDG nú orðinn persona non grata á Íslandi, nema kannski í þröngum hópi fyrir norðan.
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 10:52
Minni á að þeir voru ófáir sem sögðu Hitler "ekki alslæman" - og eru enn. Hann reif jú einmitt upp þýskan efnhag. Made Germany Great Again ...
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 10:54
Það verður sífellt algengari sú krafa að maður eigi eðlilegan rétt á því að þurfa ekki að vita neitt nema það sem maður sjálfur kærir sig um, og alls ekki eitthvað sem angrar mann. Það er í alvöru talað um "réttinn til að vita ekki." Þetta á við bæði um "góða fólkið" og fólkið sem "tells it likes it is".
Þetta er vandi sem nær inn í háskólana, bæði þá sem rukka himinhá gjöld og líka smærri skóla. Nemendur eru orðnir að viðskiptavinum sem má ekki styggja. Þá kvarta þeir og stjórnendur skólanna skamma kennarana.
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 10:59
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Kosningabaráttan í heild sinni var í raun hræðileg. Ég held að það sé ekki hægt að nota annað orð yfir hana.
Þar var Trump sínu verri en Hillary.
Það þýðir ekki að frá mínu persónulega sjónarhorni, þá fannast mér ýmislegt sem Trump sagði athyglisvert, þó að ég hefði ef til vill sagt það öðruvísi. En ég hef sagt það áður að ég hefði kosið Clinton, hefði ég neyðst til að taka afstöðu.
En ég man ekki eftir því að hafa heyrt Trump taka afstöðu á móti innflytjendum. Ég hef hins vegar marg oft heyrt að hann hafi gert það. Ég heyrði hann hins vegar taka harða afstöðu á móti ólöglegum innflytjendum. Á þessu tvennu sé ég mikinn mun.
Ég er persónulega þeirra skoðunar að Bandaríkin (og svo mörg önnur lönd, þar á meðal Ísland) þurfi að endurskoða innflytjendastefnul sína.
En ekki að slaka á gegn ólöglegum innflytjendum, heldur hitt að gera einstaklingum auðveldar að gerast innflytjendur. En ég er þeirrar skoðuna að ríkið þurfi á því að halda að hafa stjórn á innflytjendum og landamærum sínum. Þeir eiga ekki að hafa forgang eða njóta meiri réttinda sem einfaldlega "mæta á svæðið" ef svo má að orði komast.
Auðveldara sagt en gert, en samt eitthvað sem þarf að vinna að.
Og Íslendingar þurfa að "taka þetta samtal". Ekki til að draga úr fjölda innflytjenda eða stoppa þá, heldur hitt að reyna að móta heildstæða stefnu. Það er augljóst miðað við þær fréttir sem ég les, að Ísland er búið að missa stjórn á því sem kallað er "hælisleitendur". Það er hins vegar ekkert að því að setja einhverja stefnu gagnvart innflytjendum frá t.d. Albaníu, Macedoníu og ef til vill fleiri löndum, en það á að vera skýrt að Ísland "ræður ferðinni" og þeir sem koma "óboðnir" njóta ekki forgangs. Ekki til að draga úr fjöldanum, heldur til að færa stjórnina þangað sem hún á heima.
Það er mín skoðun.
Það er fullt af fólki sem telur Hitler ekki hafa verið alslæman og jafnvel enn fleiri sem telja að kommúnisminn sé lausnin fyrir mannkynið. Ég hef hitt fullt af einstaklingum með slíkar skoðanir, sýnu fleiri kommúnista. Ég held að ég hafi varla snúið neinum, en það er engin lausn að banna slíkt, eða að láta eins og það sé ekki til.
Persónulega get ég ekki skilið hvernig hægt er að tryggja réttinn til að vita ekki. Og svona af því minntist á Hitler, hef ég til dæmis engan áhuga á því að tryggja rétt nokkurs til þess að "vita ekki" um Helförina.
Fyrir mér er þetta einfaldlega enn eitt "nonsensið" sem veður uppi, ef ég leyfi mér að taka svo sterkt til orða.
Því miður held ég að þú einfaldir málið um of, hvað varðar háskólana, með því að segja að það séu "peninga og stjórnunarkallarnir" sem ráði ferðinni. Það eru alltaf mörg dæmi um að kennarar og prófessor séu í fararbroddi fyrir nákvæmlega þessari stefnu.
Þetta nær svo niður í barnaskóla, þar sem nemendur eru neyddir til að éta ávexti sem þeir höfðu hent í ruslið (ekki fara illa með matvæli) og fá heim með sér bréf vegna þess að fæðuhóparnir eru ekki allir hluti af nesti barnsins.
G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 14:51
Ég gleymdi að minnast á að ég á þó nokkra kunningja sem voru með Trump "all the way", ef svo má segja.
Í US, Kanada og einnig í Evrópu. Þó að fæstir hafi verið sammála honum 100%, þá fannst þeim hann hafa það fram að færa að hann verðskuldaði stuðning.
Því má svo bæta við, svona af sama meiði, hvers vegns situr BBC undir ámæli og árásum fyrir það að tekið er viðtal við Marine Le Pen í morgunsjónvarpi?
Er hún ekki fréttaefni? Á einhver rétt á því að vita ekki að hún sé til, eða að heyra ekki skoðanir hennar? Á hún ekki rétt á því að tjá þær?
Enn og aftur er ef til vill þörf á því að minna á On/Off takkann og svo á þann sem skiptir um rás?
En sú vitneskja er því miður oft ekki nóg fyrir "góða fólkið" sem við erum að tala um.
Það krefst þöggunar og skoðanakúgunar, allt fyrir góðan málstað ekki satt?
G. Tómas Gunnarsson, 16.11.2016 kl. 15:26
Í röðum góða fólksins eru öfgasinnar, einsog í öðrum hópum. En gott hjá BBC að taka viðtal við LePen.
Og ég var ekki að andmæla því að mótuð væri stefna í innflytjendamálum (frekar en öðrum málum) en að það þurfi sérstaklega að "þora að ræða" það mál held ég að sé nú bara bull sem SDG notar til að upphefja sjálfan sig með því að gera lítið úr öðrum (þ.e. þeim sem þá þora ekki) eins og honum er lagið.
Kristján G. Arngrímsson, 16.11.2016 kl. 22:23
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Auðvitað á BBC að taka viðtal við Le Pen og marga fleiri. Slíkar stöðvar eiga að dekka allt litrófið.'
Það sama gildir um t.d. Íslensku þjóðfylkinguna. Þó að bæði frambjóðendur og stefnumálin sem þeir settu fram væru mér á móti skapi, þá eiga þeir sjálfsagðan rétt á því að setja hann fram og þeir fjölmiðlar sem eru skyldugir til að gæta hlutleysi, eða þeir sem vilja gera það eiga að ræða við þá.
Í raun var sorglegt að heyra að jafnvel frambjóðendur annara flokka tækju þátt í því að skipuleggja að hleypa upp hjá þeim útifundi, þegar svona byrjar er yfirleitt stutt í handalögmálin, og reyndar kom til stympinga ef ég hef skilið rétt.
En það er einmitt það sem margir af "góða fólkinu" vill. Það getur þá talað um ofbeldið sem "fylgir öfgamönnunum".
Slík atburðaráð er velþekkt, t.d. frá Þýskalandi samtímans, svo við förum nú ekki aftur um áratugi.
Því miður er "umræðan" um innflytjendamál í vaxandi mæli að farin að snúast um upphrópanir eins og "rasisti", "fasisti" og þar fram eftir götunum.
Ísland tekur (miðað við fólksfjölda) við gríðarlega mikið af innflytjendum. Að stærstum hluta er það utan valdsviðs stjórnvalda. Þar fyrir utan eru reglurnar (ef ég hef skilið rétt) frekar strangar. En um leið og einhver segir að hann hafi setið undir hótunum, t.d. frá glæpamönnum, þá hefst atburðarás sem tekur fleiri fleiri mánuði.
Síðan er krafist að ráðherrar grípi inn í (sem þykir í flestum öðrum málefnum, algerlega fatalt), enda sýni hann af sér mannvonsku að öðrum kosti (af því að hann hefur hugsað sér að lög gildi).
Nú virðist vera svo komið að það hefur breiðst út að þetta sé "greið leið" og að sjálfsögðu er sprenging í þeim fjölda sem kemur til Íslands.
Svo ekki sé nú minnst á þá einstaklinga sem brjóta af sér reglulega eftir að hafa fengið "hælisvist" og vilja ekkert frekar en komast frá Íslandi. Kostnaður og vandræðin sem hljótast af þessu fyrir íslensku skipafélögin er gríðarlegur.
Nú er svo komið að meira að segja alþjóðlegar reglugerðir eru eitthvað sem er "algjör mannvonska" að fara eftir, ef marka má kröfugerðir sem heyrast.
Sjálfsagt er best fyrir Ísland að hleypa öllum inn (eins og Píratar lögðu til) og taka svo upp "Borgarlaun".
Þá fyrst lifa allir í Paradís.
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 05:49
Mér sýnist SDG vera að taka við af DO sem vondi maður númer eitt.
ls (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 11:37
Ja það er nú dálítill alhæfingatónn í þessu hjá þér, er það ekki? Virðist sem þér finnist "góða fólkið" vera óskynsöm börn sem vilja ekki horfast í augu við "staðreyndir". En ég skal ekki segja um hvað af því sem þú fullyrðir eru staðreyndir og hvað ætti heima í Útvarpi Sögu.
Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2016 kl. 13:26
@ls Þakka þér fyrir þetta. Það kemst enginn með tærnar þar sem DO hefur hælana í þessum efnum. Ef hann væri enn í pólítík væri vinstri stjórn búin að vera starfandi á Íslandi í u.þ.b. 2. vikur.
Enda fór fyrst að bera á óeiningu innan "hreinu tæru" vinstristjórnarinnar eftir að þau voru búin að reka Davíð. :-) Eftir það lá leiðin alltaf niður á við.
Bið alla að taka eftir "Glitnisbroskallinum" sem ég setti þarna inn.
@Kristján. Þakka þér fyrir þetta. Þú bendir þá líklega á þær alhæfingar sem þér finnst rétt að draga í efa og telur engar staðreyndir að baki, eða er það ekki?
Það ætti varla að vefjast fyrir þér, eða hvað? Sjálfur hlusta aldrei á Útvarp Sögu, en þú virðist þekkja betur til þar, alla vegna fær um að koma með "sleggjudóm".
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 14:53
Nei ég var að segja að ég viti ekki hvað séu staðreyndir og hvað staðlausir stafir, þannig að ég ætla ekki að benda á eitt eða neitt.
En hver er ástæðan fyrir sprengingu í þeim fjölda sem kemur til Íslands? Er það örugglega að það hafi frést að þetta sé greið leið? Hvar hefur það komið fram?
Og svo er þetta náttúrulega alltaf á endanum spurningin um hvort það sé ekki æskilegt að fá hingað sem flesta innflytjendur - og þá á góðum og gildum forsendum - og þannig bara hið besta mál að Íslandi taki við miklum fjölda m.v. höfðatölu?
Kristján G. Arngrímsson, 17.11.2016 kl. 16:46
@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Ef þú telur þig ekki geta sagt neitt um að eitthvað af þessu séu staðlausir stafir, hvers vegna fannst þér þá rétt að ýja að því?
Ég hef ekki sannanir fyrir því að "þetta hafi breiðst út" og þess vegna skrifaði ég:
Nú virðist vera svo komið að það hefur breiðst út að þetta sé "greið leið" og að sjálfsögðu er sprenging í þeim fjölda sem kemur til Íslands.
Taktu eftir því að þess vegna notaði ég orðið "virðist", en í því fellst ekki fullyrðing.
En ég leyfi mér að draga ákveðnar ályktanir út frá því að allt einu er stóraukin "hælisleitendastraumur" frá löndum eins og Albaníu og Macedóníu, sem eru alls ekki stríðshrjáð svæði.
Hvers vegna ætti fólk frá þessum löndum að leita til Íslands sem hælisleitendur í sívaxandi mæli? Hvers vegna er hlutfall "hælisleitenda" frá þessum löndum mikið hærra en hjá nokkru öðru ríki?
Að fá innflytjendur til Íslands er svo allt önnur saga, og ef til vill er þörf á slíku.
En það á þá að vinnast innan ramma lagana, á forsendum Íslands og þar sem Ísland er með stjórn á hlutunum.
Það gæti t.d. gerst með því að fulltrúar Íslands færu þangað með ákveðnu millibili og tækju við umsóknum í samstarfi t.d. við konsúla.
Jafnframt yrði farið að lögum með þá sem koma ólöglega, þeir sendir í burtu og ljóst yrði að það borgaði sig að sækja um löglega, því þeir sem kæmu ólöglega myndu missa réttinn til að sækja um.
Það má hugsa sér margar útfærslur á þessu, hendi þessu bara svona fram "on the top my head" eins og sagt er.
En Íslendingar taka við miklum fjölda sem á fullan rétt vegna EEA/EES samningsins. Það er spurning hvað landið telur sig geta tekið við mörgum til viðbótar, en það þarf að marka stefnu í því eins og öðru.
G. Tómas Gunnarsson, 17.11.2016 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.