Voru það pólítísk mistök að láta sannleikann koma í ljós?

Nú þegar flestar skoðanakannanir sýna að vinstri VASP stjórn nýtur annaðhvort mjög tæps meirihluta þingmanna, eða jafnvel nær ekki meirihluta, tala margir um að það hafi verið mistök fyrir "fjórflokkinn" (VASP) að ræða saman. 

Það hafi dregið frá þeim fylgi að kjósendur horfðust í augu við vinstristjórn. 

Ef til vill er það rétt.

En hvað annað væri í stöðunni ef þessir fjórir flokkar stjórnarandstöðunnar næðu þokkalegum meirihluta?  Er það pólítísk mistök að staðfesta það sem þó blasir við öllum?

Eru það pólítísk mistök að sannleikurinn blasi við?

En það er ekki ólíklegt að margur hugsi sig um tvisvar þegar vinstristjórn blasir við.

Staðreyndin er sú að lang mestar líkur eru á vinstri stjórn eftir komandi kosningar. Því Viðreisn er sömuleiðis líklegust til að mynda stjórn til vinstri. Sú staðreynd blasir við öllum sem hlustaða hafa á yfirlýsingar forystumanna. Það er líka öllum ljós sú staðreynd að það er til vinstri sem Viðreisn getur látið drauma sína um "Sambandsaðild" mjakast áfram.

Eini möguleikinn sem kemur í veg fyrir myndun vinstristjórnar er að Sjálfstæðisflokkurinn styrki stöðu sína enn frekar, eins og hann er að gera í flestum könnunum.

En hins vegar myndi ég ekki taka undir þá skilgreiningu blaðamanns mbl.is, um að Viðreisn sé í raun í lykilstöðu.  Það tel ég óskhyggju blaðamanns.

Það er alger miskilningur að á ferðinni séu tvær "blokkir" með Viðreisn á miðjunni, þ.e.a.s. ef VASP nær ekki meirihluta.

Enginn VASP flokkanna mun telja sig (að mínu áliti) bundna því samstarfi hafi flokkarnir minnihluta og 5 flokka stjórn með Viðreisn mun sjálfsagt koma til greina, en alls ekki vera bindandi val.

Það eina sem má líklega fullyrða ef að nákvæmlega þessi niðurstaða yrði raunin, væri að stjórnarmyndun yrði erfið.

En það sem verður líklega hvað mest spennandi á kosninganótt, ef marka má skoðanakannanir, er hvort að Samfylkingin eða Björt framtíð falli út af þingi, eða nái ekki uppbótarþingmönnum,  annað hvor flokkurinn eða báðir.

En slíkt myndi auðvitað gjörbreyta stöðunni.


mbl.is Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband