Vinstri VASP stjórn möguleg, en Sjálfstæðisflokkurinn styrkir stöðu sína

Það þarf alltaf að hafa í huga að um skoðanakönnun er að ræða, en það breytir því ekki að oft er gaman og jafnvel gagnlegt að velta vöngum útfrá slíkum könnunum.

Það sem virðist ljóst er að kosningarnar á laugardaginn verða líklega afar spennandi - allt fram á síðustu stundu.

Ef við leggjum þessa skoðanakönnun til grundvallar, er ljóst að vinstri VASP stjórn er möguleiki, sá "fjórflokkur" hefur meirihluta.  En litlu má muna að annaðhvort Björt framtíð eða Samfylkingin detti út af þingi - hugsanlega báðir flokkarnir og þá væri uppi allt önnur staða (þeir gætu þó hugsanlega náð kjördæmakjörnum þingmanni/mönnum undir slíkum kringumstæðum t.d. Árna Páli og/eða Loga frá Samfylkingu og Óttari frá Bjartri framtíð.)

En ef þetta yrði niðurstaðan (eða í nánd við þetta) eru kjósendur ekki að kalla eftir Samfylkingunni eða Bjartri framtíð í ríkisstjórn, og VASP stjórn yrði frekar veik. Samfylkingin myndi líklega velta því fyrir sér hvort hún treysti sér í stjórnarsetu með þessa útkomu.

En Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Viðreisn vinna á. 

En enn er vinstri stjórn lang líklegasta útkoman miðað við þessar niðurstöðu og yfirlýsingar flokksforkólfa hingað til - því lang líklegast er að Viðreisn myndi styðja vinstristjórn.

Vinstri græn, Píratar og Viðreisn væri ekki ólíklegt stjórnarmynstur horft á þessa skoðanakönnun.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir vinstri stjórn er að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram að auka fylgi sitt.

Það er rétt að gefa því gaum að hlutfall þeirra sem gefa upp afstöðu sína hefur aukist, svarhlutfall er yfir 70%. Það gefur könnuninn aukna vigt, enda alls óvíst að kjörsókn verði mikið meiri.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband