Frambjóðendur, titlar og menntun

Enn á ný er hafin mikil umræða á Íslandi um menntun og titla einhvers frambjóðanda. Sitt sýnist hverjum eins og vonlegt er.

Auðvitað skiptir meginmáli hvað frambjóðendur segja og gera, frekar en hver menntun þeirra er.  En það verður þó ekki framhjá því litið að auðvitað skiptir máli að frambjóðendur segi sannleikann á þessu sviði, jafnt sem öðrum.

Sé sannleikurinn ekki í hávegum hafður, vekur það efasemdir um trúverðugleika frambjóðendans.

Ég ætla ekki að dæma neitt um sannleiksgildið í þessu öllu saman, í hvoruga áttina, þau orð frambjóðandans að honum þætti skrýtið að verið væri að vekja athygli á þessu stuttu fyrir kosningar fengu mig til að hlægja.

Ég man ekki betur en að menntunarmál og titlar frambjóðanda hafi verið sérstakt áhugamál margra vinstrimanna fyrir síðustu og þar síðustu kosningar.

Slíkt ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart nú.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband