Tjáningarfrelsi, Vinstri græn, Sovétríkin og kommúnisminn

Það hefur vakið all nokkra athygli í "netheimum" að einstaklingur sem er víst gjaldkeri Vinstri grænna bakaði köku með hamri og sigð, gömlu tákni Sovétríkjanna og "alheimskommúnismans".

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ýmsum þótti það miður þekkileg iðja, enda Sovétríkin sálugu með afar vafasamt orðspor þegar kemur að mannréttindum, fjöldamorðum, ofsóknum og yfirgangi og voru í raun rekin sem eitt stórt fangelsi þegnanna.

Þó að hér og þar hafi kommúnistaflokkar (og tákn tengd þeim) verið bannaðir er ég ekki sammála slíkum aðgerðum, ég styð frelsi jafnt félaga í Vinstri grænum sem og annara til að vegsama kommúnismann og tákn hans.

En hitt er svo allt annað mál hvort að ég vijli að slíkir einstaklingar eða samtök komist til vegs og virðingar, eða eigi sæti á löggjafarsamkundum.  Persónulega kæri ég mig ekki um slíkt og vonast til þess að sem flestir séu sammála mér, en geri mér grein fyrir að svo er þó ekki um alla.

Það er líka jákvætt að tjáningarfrelsi sé það sterkt á Íslandi að einstaklingar geti bakað köku með tákni einhverrar mestu ógnarstjórnar sem fyrir hefur fundist, stjórnar sem hafði það sama tjáningarfrelsi að engu og fótum tróð það á hverjum degi sem og frelsi þegna þegna sinna.

En værum við einhverju bættari ef það væri bannað að birta myndir af táknmyndum Sovétríkjanna og kommúnismans?  Væri Ísland betri staður ef lögreglan væri nú á leiðinni til að handtaka gjaldkera vinstri grænna og færa hana til yfirheyrslu?

Ég segi nei.

En ég vona að að Vinstri græn velti því fyrir sér næst þegar hugmyndir vakna í þeirra röðum að þörf sé á banni á hinu eða þessu, að þrátt fyrir að "kommakakan" hafi ef til vill verið smekklaus, hafi hún þrátt fyrir það bragðast ágætlega.

Og svo komi tjáningarfrelsið ef til vill líka upp í huga þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er sem óviðeigandi við þessa annars flottu köku, er að hún getur vakið hugrenningartengsl um að VG séu kommúnistar, sem þau eru ekki. Eru ekki og þykjast ekki vera, þótt ungliðar geri stundum glens.

Vésteinn Valgarðsson, 18.10.2016 kl. 18:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilegt í þessari kosningabaráttu hvað allir smáflokkarnir eru á hlaupum undan skilgreiningum sem eru augljósar.

Enginn vill kannast við að vera til vinstri og hvað þá kommar (nema kannski alþýðufylkingin)

Allir bíþræta þeir fyrir að vera hallir undir ESB, jafnvel þótt það sé tekið fram í stefnuskrám þeirra að þeir séu það. 

Að vera til hægri er algert nónó, en einhverja oskilgreinda miðju við hvort tvegga vilja menn samt kannast við þótt sú miðja geti aldrei verið óháð grunnskilgreiningunni vinstri og hægri.

Ég man ekki eftir öðrum eins bastarði og Íslensk pólitík er nú. 

Einn flokkur stendur við að vera það sem hann er, hvort sem það er vegið að góðu eða illu. Sá flokkur mun gersigra þessar kosningar. Öll persónulegu framapotsframboðin óskilgreinanlegu þynna bara út andstöðuna og enda í sýnkróniseruðu vindhöggi.

Eina sem ræður því er að fólk með þokkalega greind vill vita hvað það er að kjósa. Það hefur aldrei verið jafn óljóst og nú.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2016 kl. 20:32

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Jón:

...og sá flokkur er Alþýðufylkingin, meinarðu? Ef það er rétt skilið, þakka ég þér fyrir tiltrúna og bjartsýnina fyrir okkar hönd.

Vésteinn Valgarðsson, 18.10.2016 kl. 21:36

4 identicon

Það er eiginlega merkilegt að það þyki í lagi að segjast vera kommúnisti en ef einhver segðist vera nasisti yrði hann úthrópaður og nánast grýttur á götum úti.

ls (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 08:46

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vésteinn Þakka þér fyrir þetta. Of algengt að kökur sem líta þokkalega, eða jafnvel vel út braðgist illa.

Það getur meira en verið að einhverjir kommúnistar finnist enn innan VG, um það ætla ég ekkert að fullyrða. En flokkurinn hefur ekki sterkt kommayfirbragð á sér nú um stundir, það er annað mál, enda kommúnisminn ekki mikill atkvæðasegull nú um stundir.

Ég get ekki sagt að ég þekki mikið til Alþýðufylkingarinnar, en það sem ég hef séð þá fer hún ekkert í felur með sig og sitt.  Það er virðingarvert og mun sjálfsagt skila einhverjum atkvæðum. En það verða ekki mörg hundruð.

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta. Já miðjan er þétt setin. Það er enda útbreiddur miskilningur að flokkar séu hægri flokkar fyrir það eitt að vera ekki jafn langt til vinstri og einhver annar flokkur eða flokkar.

Það sama má ef til vill segja um vinstri hliðina, eins og mér finnst Vésteinn ef til vill vera að segja.

En miðjan er teigjanleg og engin "gps punktur" á henni.

En oft fer það svo líka, að þeir sem reyna hvað mest við miðjuna og vilja þóknast öllum, enda með ´því að þóknast engum.

@ls  Þakka þér fyrir þetta. Sumstaðar er bannað að vera hvort sem er kommúnisti eða nazisti. Ekki eins og það breyti miklu þó.

En stærsti liggur ef til vill í þeirri staðreynd að segja má að nazisminn hafi verið sigraður. En kommúnisminn svona lognaðist svona hægt og rólega út af og er reyndar enn í dauðateygjunum hér og þar.

Þar má nefna lönd eins og Kúbu, N-Koreu og Venezuela. Það er reyndar ekki langt síðan íslenskir vinstri menn margir hverjir máttu vart vatni halda yfir Kúbu. Enn styttra er síðan að virðulegir "sósíaldemókratar" töldu sig ekki einu sinni þurfa að tala undir rós um aðdáun sinni á Chavez og ég man ekki betur en Lesbók Morgunblaðsins hafi birt marga lofrolluna um hinn mikla leiðtoga.

Staðreyndinn er sú að kommúnistar hafa líklega verið býsna atkvæðamiklir við ritun sögunnar víða um lönd og margir þeirra eru enn að.

G. Tómas Gunnarsson, 20.10.2016 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband