Stjórnmálamenn og "gamlar syndir"

Persónulega finnst mér alltaf hálf hjákátlegt þegar dregnar eru fram einhverjar gamlar syndir stjórnmálamanna og látið eins og það skipti einhverju höfuðmáli í núverandi baráttu.

En það sem mér þykir þó oft athyglisvert og hef gaman af, er að sjá hvernig þeir bregðast við og svara "uppljóstrununum".

Því oftast nær er engin ástæða til þess að skammast sín fyrir fortíðina í flestum tilfellum spilar hún ekki mikla rullu í því hver einstaklingurinn er í dag.

Sem betur fer hafa flestir stjórnmálamenn ekki unnið skipulega að framboði sínu frá barnæsku og því má finna hjá flestum þeirra eitt og annað "heimskulegt athæfi" sem ef til vill rímar ekki við stöðu þeirra eða skoðanir nú.

Í mínum huga er það fyllilega eðlilegt og gerir þá í raun aðeins mannlega, sem er, eins langt og mitt nef nær, eftirsóknarverður eiginleiki.

En það sem skiptir þó miklu máli er hvernig einstaklingarnir bregðast við.  Hvernig taka þeir á gömlu syndunum.

Þar gefst líklega alltaf best að segja einfaldlega sannleikann og ef að sannleikurinn er ef til vill ekki fellur beint að "pólítískum rétttrúnaði" dagsins, þá er best að tala um breytta tíma og breyttan einstakling.

Tímarnir breytast og mennirnir með og það gildir einnig um kringumstæðurnar.

Þannig fannst mér hálf hlægilegt að lesa um "byssugleði Smára McCarthy" í Viðskiptablaðinu í gær.

Ég get ekki fundið beina tengingu við kosningabaráttuna á Íslandi árið 2016, þó að Smári hafi skemmt sér við að "freta" örlítið úr Kalashnikov í Afghanistan einhverntíma í fyrrndinni.

Ég reikna reyndar með að ef mér yrði boðið upp á slíkt þá myndi ég þyggja það (þó ég myndi ef til vill ekki leggja stóra lykkju á leið mína), því AK-47 er óneitanlega partur af sögunni og hefur haft meiri áhrif á hana en marga grunar.

En eins og oft áður eru það svörin sem vekja meiri athygli mína en "ávirðingarnar", því persónulega get ég ekki séð að um neinar "ávirðingar" sé að ræða.

Á myndunm sem Viðskiptablaðið birtir sést Smári skjóta af skammbyssu og tveimur mismunandi tegundum af hríðskotabyssum.  Hann segir þetta hluta af námskeiði í sjálfsvörn, sem starfsmenn fyrirtækisins sem hann vann hjá hafi þurft að standa klárir á.

Ekki ætla ég að draga það í efa, en ég verð að viðurkenna að mér þykir það þó örlítið ólíklegt að starfmennirnar hafi haft innan seilingar og þurft að vera reiðubúnir til að grípa til skammbyssu og tveggja mismundi tegunda af hríðskotabyssum.

Það hefði alla vegna verið mun auðveldara þjálfunarlega séð, ef aðeins væri um eina tegund að ræða.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband