18.10.2016 | 12:23
Hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja tengja gjaldmiðil landsins við "spilaborg eurosins"?
Það er merkilegt að um leið og æ fleiri íslenskir stjórnmálaflokkar virðast hrífast af euroinu og vilja tengja gjaldmiðil landsins við euroið, eða jafnvel taka það upp sem gjaldmiðil, eru þeir æ fleiri víðsvegar í Evrópu sem lýsa þeirri skoðun að euroið sé ekki á vetur setjandi.
Á Íslandi eru hins vegar stofnaðir stjórnmálaflokkar með það að meginmarkmiði að ganga í Evrópusambandið og að fasttengja gengi íslensku krónurnar við "spilaborg eurosins".
Og líkingin spilaborg er fengin frá Otmar Issing, Þýskum hagfræðingi sem er einn af "arkitektum" eurosins. Hann var nýlega í viðtali við tímaritið "Central Banking", sem ég hef reyndar ekki aðgang að, en mátt hefur lesa tilvitnanir í viðtalið víða um netið.
Í viðtalinu segir herr Issing m.a.:
"But the current situation has emerged as part of a slippery slope that the ECB has been drawn down, making it the only game in town'. There is no easy way for it to get out. And the exit will become increasingly difficult, while at the same time the ECB is undermining its role as an independent central bank. Take the May 2010 decision [about the Greek debt crisis].
"It was clear over the weekend that if nothing happened by Monday, there might be turmoil in financial markets. It was obvious Greece could not meet its payments. Finance ministers were unable to deliver a solution. So the ECB was put in a lose-lose situation. By not intervening in the market, the ECB was at risk of being held responsible for a market collapse. But by intervening, it would violate its mandate by selectively buying government bonds its actions would be a substitute for fiscal policy. The ECB had respectable arguments to intervene.
...
"Realistically, it will be a case of muddling through, struggling from one crisis to the next one. It is difficult to forecast how long this will continue for, but it cannot go on endlessly. Governments will pile up more debt and then one day, the house of cards will collapse."
...
"An exit from quantative easing policy is more and more difficult, as the consequences potentially could be disastrous, he said. The decline in the quality of eligible collateral is a grave problem.
The ECB is now buying corporate bonds that are close to junk, and the haircuts can barely deal with a one-notch credit downgrade."
Otmar Issing telur að euroið eigi ekki möguleika á því að standast til langframa án þess að til pólítískrar sameiningar Euroríkjanna komi. Það er svipað og margir hafa sagt áður, reyndar hafa slík varnaðarorð verið viðhöfð frá því að euroið var enn á hugmyndastig.
En vandamálið er að það er enginn vilji til pólítískra sameiningar á Eurosvæðinu, nema hjá litlum hópi stjórnmálamanna og ég hygg að enginn þori að leggja í "söluferð" til kjósenda með þann boðskap.
Því er haldið áfram frá "krísu til krísu" og reynt að klípa meira og meira af sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóðana með ógegnsæum hætti.
En hvers vegna íslenskir stjórnmálaflokkar leggja svo mikla áherslu á upptöku euros (með inngöngu í "Sambandið" og/eða tengingu við það á þessum punkti er mér illskiljanlegt.
En ef til vill er það eins og með svo marga aðra everópska stjórnmálamenn, að þeir hafa bundið svo mikið af "pólítísku kapitali" sínu í euroinu og "Sambandinu" að þeim er það um megn að lýsa efasemdum um "töfralausnina".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.