16.10.2016 | 16:27
Evrópusambandið, öryggið og friðurinn
Oft má heyra þá fullyrðingu að Evrópusambandið hafi tryggt friðinn frá lokum síðari heimstyrjaldar og það eitt sé mikið afrek og dugi um leið sem réttlæting fyrir tilvist þess.
Ekki mynd ég vilja segja að "Sambandið" hafi ekkert lagt til þess að halda friðinn, enda eru aukin samskipti þjóða alla jafna hvetjandi til þess að friður sé haldinn, þó að slíkt sé ekki einhlýtt.
En flestir myndu þó líklega vilja meina að sterkari kraftar en "Sambandið" hafi verið að verki við að halda frið í Evrópu, sem hefur þó alls ekki notið samfellds friðar á þeim tíma sem "Sambandið" hefur verið starfandi.
Sterkari kraftur hefur verið NATO, og svo má heldur ekki gleyma "Sovétríkunum", sem með ákveðnum hætti, þó neikvæðum væri, lagði sitt af mörkum til samstarfs þjóða vestur Evrópu og þannig friðar.
En friður verður sjaldnast langvinnur án öryggis.
Og það er nákvæmlega þannig sem NATO hefur lagt mest af mörkum til að viðhalda friði í Evrópu, með því að auka öryggi aðildarþjóða sinna.
Það er einmitt þess vegna sem að Evrópusambandsþjóðir eins og Svíþjóð og Finnland, leita nánara samstarfs við NATO þjóðir (og sérstaklega Bandaríkin) og velta jafnvel fyrir sér aðild.
Það er vegna þess að NATO veitir aukið öryggi (þó ekki alls herjar) og stuðlar þannig að möguleikum á friði.
Það er sömuleiðis þess vegna sem þjóðir A-Evrópu sem voru ýmist undir járnhæl Sovétríkjanna (Rússa) eða voru innlimaðar í "sæluríki sósíalismans", létu sér ekki nægja að ganga í Evrópusambandið, heldur sóttu inngöngu í NATO afar fast.
Þau skilja betur en margur annar hvað tryggði öryggi og friðinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 17.10.2016 kl. 14:19 | Facebook
Athugasemdir
NATO bauð ekki uppá jafn mikið persónulegt ofeldi og Sovétið. Þess vegna æddi austur-evrópa beint til þeirra.
Það vill enginn lenda í skottinu á einhverri svartri Volgu.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.10.2016 kl. 16:53
@Ásgrímur Þakka þér fyrir þetta. Saga A-Evrópu er margslunginn og í stuttu máli má segja að allir hafi einhvern tíma verið stórveldi og ráðið yfir einhverjum af hinum. Það gerir samtímann flóknari en ella.
En það má líka segja að ef það er eitthvað sem ríki A-Evrópu óttist meira en Rússland/Sovétríkin, er það ef Rússland/Sovétríkin ætla sér að koma "skikki" á málin þar um slóðir.
Það er því ekki að undra að þau séu býsna óró nú um stundir.
G. Tómas Gunnarsson, 16.10.2016 kl. 18:34
Þegar jártjaldið féll var gert samkomulag um að nato færði sig ekki að eystrasalti. Varsjárbandalagið var lagt niður á þeim grunni. Fari Finnar og Svíar inn í bandalagið jafngildir það stríðsyfirlýsingu. Útþensla nato er stæsta hætta álfunnar og ávísun á nýtt kalt strð, sem ameríkanar virðast ölmir vilja.
Nato var upphaflega stofnað sem varnarbandalag eftir stríð, en hefur nú snúist í andhverfu sína með stöðugum innrásarstríðum og afskiptum af hernaðarbrölti breta og bandamanna í miðausturlöndum.
Það á á vera búið að leggja nató niður. Nató er að mestu eða öllu leyti undir stjórn og kostað af bandaríkjamönnum og þjónar engu fyrir öryggi og frið meðal evrópuþjóða. Þvert á móti.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 20:01
NATÓ á að hypja sig heim og standa undir nafni sem varnarbandalag norður atlantshafsþjóða. Við íslendingar megum ekki leggja nafn okkar við árásarapparat sem er komið alla leið til Asíu - meginlandsleiðina.
Kolbrún Hilmars, 16.10.2016 kl. 20:20
Eitthvað mun þar vera málum blandað þegar fullyrt er að Nato hafi skuldbundið sig til að færa sig ekki að Eystrasalti, mér er a.m.k. ekki kunnugt um að Nato hafi gert slíkan samning, hvorki við Varsjárbandalag né Sovétríkin.
Hins vegar gerði BRD samning við Sovétríkin um að Nato kæmi ekki upp herstöðvum í A-Þýskalandi. Mér er ekki kunnugt um annað en að við hann hafi verið staðið.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.10.2016 kl. 21:19
Það lá fyrir samkomulag eftir fall múrsins að Nato breiddi ekki úr sér eina spönn til austurs, nokkuð sem að frumkvæði ameríkana hefur verið svikið ítrekað og skoðast sem bein ögrun við sovétríkin og landamæri þess. Úkraína er næst á lista og ögrunin er einhliða frá usa og evrópusambandinu, eðlilega.
Hér er ágæt yfirferð um þetta
http://www.latimes.com/opinion/op-ed/la-oe-shifrinson-russia-us-nato-deal--20160530-snap-story.html
Nató hefur einu sinni tekið til fimmtu greinar sinnar um að bregðast við árás á bandalagsþjóð sem ráðist væri á þær allar. Þ.e. Grundvöllur sambandsins, en það far 11. Sept. 2001. Annað hefur alfarið verið ögrunnar, útþenslu og árásarbandalag, jafnvel í þetta eina skipti sem það á að heita að reynt hafi á upprunalegt hlutverk.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 23:03
Bandaríkjamenn eru með meira en 1000 herstöðvar uppi í bæjardyrum rússa og kínverja en þeir ekki með eina einustu á erlendri grundu. Menn mega svo spyrja sig hvers utanríkis og varnarmálastefna er mest ógnun við heimsfriðinn. Langlundargeð rússa er raunar með ólíkindum og sýnir friðarvilja þeirra framar vestrænu stríðsæði.
Ef eitthvað er, þá er Nató lítið annað en stríðsglæpasamtök rekin og stýrð af útþenslustefnu bandaríkjamanna. Svo einfalt er það fyrir mér. Þeir sem vilja skoða sögu þess munu komast að sömu niðurstöðu.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2016 kl. 23:11
@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Hörður Þormar er með þetta nokkuð "spot on". Meira að segja "Gorbi" hefur látið hafa það eftir sér að hann hafi ekki fengið neitt slíkt loforð. Það verður að teljast frá fyrstu hendi.
http://rbth.com/international/2014/10/16/mikhail_gorbachev_i_am_against_all_walls_40673.html
Þar segir Gorbachev: The topic of “NATO expansion” was not discussed at all, and it wasn’t brought up in those years. I say this with full responsibility. Not a singe Eastern European country raised the issue, not even after the Warsaw Pact ceased to exist in 1991. Western leaders didn’t bring it up, either. Another issue we brought up was discussed: making sure that NATO’s military structures would not advance and that additional armed forces from the alliance would not be deployed on the territory of the then-GDR after German reunification. Baker’s statement, mentioned in your question, was made in that context. Kohl and [German Vice Chancellor Hans-Dietrich] Genscher talked about it.
Því miður eru allt of margir sem láta glepjast af áróðri, rangfærslum og undirróðri Rússa. En þeir, nú sem áður verða að teljast meistarar á því sviði.
Það er sömuleiðis rangt að Rússar hafi engar herstöðvar á erlendri grund. Ætli þeir séu ekki með aðstöðu í kringum 10 löndum. Talan er sömuleiðis aðeins mismunandi eftir því hvort við teljum Krímskaga erlenda grund, eða gleypum hráan áróður Rússa um þjóðaratkvæðagreiðslu og að engir Rússneskir hermenn séu í Úkraínu.
@Kolbrún þakka þér fyrir þetta. Ég er nokkuð sammála því að NATO ætti að einbeita sér að því sem það var stofnað til. Öryggi og varnir aðildarþjóðanna og láta öðrum samtökum eða samstarfshópum aðrar hernaðaraðgerðir, ef einhverjar þjóðir koma sér saman um slíkt.
@Hörður Þormar Þakka þér fyrir þetta. Sannleikur byggður á staðreyndum er alltaf bestur.
Það má alltaf deila um hvað NATO hefur afrekað, enda ekkert óeðlilegt að mismunandi sjónarmið séu uppi.
En það er að mínu mati ekki tilviljun að þjóðir eins og Svíþjóð og Finnland sækjast nú eftir auknu samstarfi við NATO og sérstaklega Bandaríkin. Þau einfaldlega óttast um öryggi sitt, meira nú en oft áður.
Finnland á enda harmi þrungna samskiptasögu við Rússa/Sovétríkin og sömu sögu er að segja af svo mörgum öðrum þjóðum í austurhluta Evrópu (og reyndar víðar).
En hlutur NATO í því að tryggja frelsi, öryggi og frið í Evrópu verður seint ofmetin.
G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2016 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.