Hvers á Barroso að gjalda?

Það er merkilegt hve margir telja að lög og reglur gildi ekki í "Sambandinu". Ekki séu heldur nauðsynlegt að efna gerða samninga.

Ég hef nú aldrei getað talist aðdáandi stjórnmálamannsins Barroso, en hér hefur hann þó allan rétt sín megin.

Hann er ekki að gera neitt sem brýtur í bága við skilmála þá sem fylgdu ráðningu hans, eða neinum þeim skilmálum sem fylgdu því að hann lét af störfum.

Það er enda varla hægt að ætlast til þess að "aldraður" maóisti lifi af eftirlaununum einum saman?

En vissulega kann það að vera talinn alvarlegur siðferðisbrestur af vinstrimönnum að ganga "í björg" Goldman Sachs.  Líklega mun alvarlegri brestur en þegar sósíalistarnir gerast "veggspjaldadrengir" Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

En það má svo aftur kalla það dónaskap að neita að taka við undirskriftasöfnun, því þó að krafan eigi sér enga lagastoð, er það vissulega lýðræðislegur réttur þegnanna að koma skoðunum sínum á framfæri, jafnvel við jafn "háa herra" og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Og þó að engin rök hnígi að því að svifta Barroso eftirlaunum sínum, er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. En það kann einmitt að vera núverandi Framkvæmdastjórnarmönnum lítt að skapi.

En það má líka benda þeim sem að undirskriftasöfnuninni stóðu, að ekki er síður mikilvægt og ef til vill mikilvægara að berjast á móti því að t.d. þingmenn á Evrópusambandsþinginu séu út um allar trissur að sinna öðrum störfum, t.d. stjórnarsetum.

En þeir sem best gera hafa fast að einni og hálfri milljón á mánuði(ISK) í aukatekjur, svona meðfram þingstörfunum.

Það þætti einhversstaðar sjálfsagt ekki góð latína, en eins og sagt er, hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni?

 


mbl.is Vilja svipta Barroso eftirlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband