7.10.2016 | 12:46
Búrkur eða ekki búrkur?
Enn og aftur eru búrkur í umræðunni, ekki bara á Íslandi heldur um alla Evrópu og sitt sýnist hverjum.
Ég bloggaði um búrkur, þegar Mannréttindadómstóll Evrópu var að fjalla um lögmæti búrkubanns í Frakklandi.
Ákvað að endurbirta það blogg hér og nú:
Víða um heim hafa komið upp áleitnar spurningar og hart verið deilt um hvort banna eigi að einstaklingum að klæðast búrkum eður ei.
Það er skoðun margra og ég get tekið undir hana að flestu leyti, að það sé út í hött að banna einstaklingum að klæða sig á ákveðin máta. Hvort sem það er að trúarlegum ástæðum, eða einhverjum öðrum, hljóti það að vera ákvörðun hvers og eins.
Má þá ekki alveg eins banna of stutt pils, of lítil bikini, eða of aðskornar og þröngar sundskýlur?
En búrkan er þó örlítið annars eðlis. Þó að hún eins og bikini og sundskýlur, þyki oft ögra ríkjandi viðurhorfum, gerir hún það á annan hátt.
Hún hylur viðkomandi einstakling og gerir í raun ókleyft að bera kennsl á hann. En það er einmitt einn af hornsteinum nútíma vestræns samfélags.
Ef okkur þykir sjálfsagt að samþykkja búrkur, verðum við líka að velta fyrir okkur hvað okkur þykir eðlilegt að neita þeim um, sem klæðist henni.
Hvaða réttindum afsalar sá er klæðist búrku sér?
Er ekki eðlilegt að neita einstaklingi í búrku um að kjósa? Væri eðlilegt að neita einstaklingi í búrku að keyra bil? Þætti ekki flestum sjálfsagt að neita einstaklingi í í búrku um að greiða með debet eða kreditkorti?
Varla gæti nokkur vafi leikið á því að einstaklingi í búrku yrði neitað um að opna bankareikning.
Gæti einstaklingur í búrku sótt sér aðstoð hjá Tryggingastofnun, eða félagsaðstoð sveitarfélaga?
Þætti ekki sjálfsagt að neita einstaklingi i búrku um afgreiðslu í ÁTVR? (Nú veit ég að að múslimar neyta öllu jöfnu ekki mikils áfengis, en þetta á auðvitað fyrst og fremst við þegar þessi létti og þekkilegi klæðnaður yrði að almennri fatatísku).
Getur einstaklingur í búrku fengið vegabréf eða ferðast á milli landa?
Getur einstaklingur í búrku fengið að taka próf í framhaldsskólum eða háskólum? Eða yfirleitt fengið inngöngu í slíka skóla?
Væri það samþykkt að einstaklingi sem klæddist búrku yrði sagt upp atvinnu sinni, vegna gruns um að það væri ekki sami einstaklingur og hefði komið í atvinnuviðtal? Eða sá sem hefði verið í vinnunni í síðustu viku?
Eflaust velta fyrir sér fleiri álitamálum, en ég læt hér staðar numið.
Finnst okkur eðlilegt og sjálfsagt að einstaklingur afsali sér þessum réttindum, eða gerum við ráð fyrir að búrkan sé eingöngu notuð við einstök tækifæri?
Er sjálfsagt að einstaklingurinn afsali sér slíkum réttindum, ef að hann gerir það sjálfviljugur?
Hvernig getum við verið viss um um um sjálfstæðan vilja sé að ræða?
Eða eins og einn kunningi minn sagði þegar svipað var rætt: "Samþykkjum við þá þrælahald, ef einstaklingur segist vera í því af fúsum og frjálsum vilja?"
Engin þjóð sem ég man eftir hefur gengið jafn langt í að reyna að aðskilja trúarbrögð frá hinu opinbera lífi og Frakkar. Og þeim hefur gengið það býsna vel. Trúartákn og annað slíkt lúta ströngum reglum. Engin giftir nema hið opinbera. Síðan getur hver sem er "blessað" sambandið.
En það verður fróðlegt að heyra af því hvernig niðurstaðan í þessu máli verður. Hún getur haft mikil áhrif í Frakklandi og víðar.
Persónulega spái ég því að bannið verði dæmt lögmætt. En það eru vissulega sterk rök, bæði með og á móti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
When clothing becomes a license to encourage harassment.....then it’s no longer a private choice. That’s what the burka is. That’s what the hijab is. And that’s what the burkini is.
Muslim women don’t wear hijabs, burkas or any other similar garb as a fashion statement or even an expression of religious piety. Their own religion tells us exactly why they wear them.
“O Prophet! Tell your wives and your daughters and the women of the believers to draw their cloaks (veils) all over their bodies that they may thus be distinguished and not molested.” (Koran 33:59)
Egilsstaðir, 17.10.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 17.10.2016 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.