Annað "bílslys" í uppsiglingu? Varúð til vinstri

 "Hreina tæra" vinstristjórn Samfylkingar og Vinsri grænna vildi ekkert frekar en að umbylta umhverfi sjávarútvegsins og lagði fram frumvarp þess efnis.

Sem betur fer tókst að stöðva það.

Það frumvarp var svo illa úr garði gert að jafnvel einn af ráðherrum vinstri stjórnarinnar líkti því við "bílslys".  Og þar var engin trygging sem hefði bætt þjóðinni skaðann.

Og enn eru uppi áform um að gjörbylta umhverfi sjávarútvegs á Íslandi. Nú heitir það "Uppboðsleiðin" eða "Færeyska leiðin".

En eins og kemur fram í fréttinni hefur sú leið aðeins verið reynd á örfáum stöðum með frekar slæmum langtímaáhrifum (sem á þó ekki við um Færeyjar þar sem engin reynsla er komin þar).  Það er í raun gríðarleg rangfærsla að tala um "Færeyska leið" því þar hefur aðeins mjög takmörkuð tilraun átt sér stað, engin reynsla komin, og mjög skiptar skoðanir um hve vel uppboðin hafi gefist.

En það stoppar ekki hina ýmsu íslensku stjórnmálaflokka í því að fullvissa kjósendur um ágæti "Uppboðsleiðarinnar" og nefna jafnframt fjálglega allt það sem þeir vilja "kaupa" handa kjósendum fyrir "allan peninginn".

Enn eru þessir flokkar reiðubúnir til að stefna grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar út í algera óvissu og sjá svo til.

Það er ekki óeðlilegt að misjafnar skoðanir séu uppi um sjávarútveg. Afkoma greinarinnar hefur verið góð undanfarin ár, það má segja að svo hafi verið næsta samfleytt frá bankahruninu.

En árin þar á undan voru misjöfn, og aftur fara tekjur útgerðarfyrirtækja (og jafnframt sjómanna) minnkandi eftir því sem krónan styrkist.

Það er því eins víst að styrkur (og hagnaður) sjávarútvegsfyrirtækja fari minnkandi á komandi árum.

Það þarf dálítið af sjálfseyðandi hvöt til að vilja stefna undirstöðuatvinnuvegi þjóðar í hættu. En það var einmitt vænn skammtur ef þeirri sömu sjálfseyðingarhvöt sem sjá mátti hjá stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili.

Það var einmitt þess vegna sem fall þeirra var svo stórt í síðustu kosningum.

Það er óskandi að Íslendingar leiði ekki sjálfseyðingu að stjórnvellinum á ný.

Það er eðlilegt að rætt sé um hvernig best sé að ráða málum hvað varðar auðlindir Íslands, ekki síst hina gjöfulu sjávarauðlind.

En þar er síst þörf á byltingu, þar er ekki rétti staðurinn til að umturna.  Þar er staðurinn til þess að fara sér hægt, ræða málið til hlýtar, hafa breytingar hægar, "þreifa" fyrir sér og halda í það sem vel hefur gefist.

Íslendingar hafa ekki efni á "bílslysum" í sjávarútvegsmálum.

 

 

 

 


mbl.is „Verðum að líta til reynslu annarra þjóða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð.

Hárrétt skilgtrining.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 17:27

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Það þarf dálítið af sjálfseyðandi hvöt til að vilja stefna undirstöðuatvinnuvegi þjóðar í hættu."

Þetta er ekki sjálfseyðingahvöt.  Þeir trúa því í alvöru að peningar dælist inn um bréfalúgur útgerðarmanna, eins og utan úr geimnum eða annarri vídd.

Þetta er heimska, og fáfræði, og meinloka allt í senn.  Og það er ómögulegt að útskýra þennan bisness fyrir þessu liði. (Eða nokkurn bisness ef út í það er farið.)

Ég hef reynt.

Ég er fyrir löngu farinn að aðhyllast þá kenningu að leftistar séu upp til hópa geðveikir.

Hvað annað á maður að halda um fólk sem getur ekki einu sinni lært af eigin mistökum?  *Ítrekuðum mistökum.*

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2016 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband