28.9.2016 | 16:39
Engin ástæða til þess að halda í úrelta lagabókstafi
Það er nákvæmlega engin ástæða til að skylda sveitarfélög til þess að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur eða önnur tilbeiðsluhús.
Því er þetta frumvarp fagnaðarefni.
En það er heldur ekki ástæða til þess að banna slíkt, og ef ég skil rétt gerir þetta frumvarp ekki ráð fyrir því.
Eftir sem áður geta kjörnir fulltrúar í stjórnum sveitarfélaga ákveðið að gefa lóðir undir tilbeiðsluhús, ef þeim svo sýnist og samþykkja.
En þá verður það á valdsviði viðkomandi stjórna, sem svo aftur þurfa að standa kjósendum skil á gjörðum sínum.
Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt.
Vilja afnema lög um kirkjulóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sveitarstjórnarkosningar, Trúmál og siðferði | Breytt 29.9.2016 kl. 13:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.