"Sambandið" sjálft skiptir Íslendinga ákaflega litlu máli

Hvort að Evrópusambandinu gengur vel eða illa, skiptir Íslendinga í raun littlu máli. Það er enda langt í frá að "Sambandið" sé ein heild, enn að minnsta kosti.

Enda gengur sumum aðildarlöndum þess vel, en öðrum illa. Æ fleiri eru á þeirri skoðun að það sé ekki síst vegna sameiginlegrar myntar margra landa "Sambandsins" sem ýmsum þeirra vegnar svo miður.

En heilt yfir er það Íslendingum í hag að flestum þjóðum gangi vel.

Það væri gott fyrir Íslendinga að Portúgölum og Spánverjum vegnaði betur og keyptu meira af íslenskum vörum.

Það er mikilvægt fyrir Íslendinga að Bretum gangi allt í haginn, enda fáar ef nokkur þjóð mikilvægari Íslendingum viðskiptalega séð. Þess vegna ættu allir Ísleningar að óska þess að útganga þeirra úr "Sambandinu" takist vel, og samningaviðræðurnar stjórnist af sanngirni og sameiginlegum hagsmunum en ekki hefnigirni.

Það væri óskandi fyrir Íslendinga að Nígería rétti úr kútnum, svo hægt sé að selja þangað meira af sjávarafurðum.

Þannig má lengi telja. Og ekki bara fyrir Íslendinga, heldur heimsbyggðina alla.

Velgengni annara smitar út frá sér og viðskipti almennt séð auka velmegun og velmegun eykur viðskipti.

Til lengri tíma litið er líklegt að "Sambandslöndin" verði æ minna mikilvæg fyrir Ísland og er það líklega vel. Ekki sísta eftir að Bretland mun segja skilið við "Sambandið".

Aðrir heimshlutar vaxa hraðar og hlutfall þeirra af heimsviðskiptum aukast.

En að sjálfsögðu viljum við að öllum gangi vel.

 

 


mbl.is Mikilvægt að ESB gangi vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að það sé af hreinni eiginhagsmunasemi sem Íslendingar óska þess að t.d. Spánverjum vegni betur? Til að Spánverjar geti keypt meira af Íslendingum? Til þess að Íslendingar geti grætt meira á Spánverjum?

Kristján G. Arngrímsson, 11.9.2016 kl. 18:15

2 identicon

Það er í þágu Íslendinga, Breta, Grikkja og Spánverja að ESB og evrunni gangi mjög illa, sem það jú gerir í dag. ESB og evran má fara til fjandans.

Það bezta sem getur gerzt í Evrópu er að evran verði aflögð og horfið verði aftur til "hreinræktaðs" viðskipta/tollabandalags eins og áður var, þegar þjóðríkin höfðu bæði aðgang að innri markaði álfunnar og sjálfstæði í krafti neitunarvalds. Og í þetta skipti án spillingar og bruðls, og án afskiptasemi framkvæmdarstjórnarinnar af innri málefnum aðildarríkjanna. Endurreisa þarf líka landamæravörzlu á öllum stöðum. Það segir sig sjálft eftir að Schengen hefur verið endurmótað.

Til þess að þetta getið orðið, þarf auðvitað að losna við alla samrunasinnana í Bruxelles og taka öll völd af þessu hlægilega ESB-þingi í Strasbourg.

Það er líka í þágu Íslands að Ísland fái nýjan utanríkirsráðherra sem ekki lúffar fyrir ESB og sem dregur landið úr viðskiptabanni við Rússland.

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.9.2016 kl. 18:57

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er mikið til í þessu hjá Pétri D.!

Jón Valur Jensson, 11.9.2016 kl. 22:26

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Það er í raun ekki eiginhagsmunasemi, en þó má ef til vill segja að þetta haldist allt í hendur.

Gangi Spánverjum vel, og kaupi meira af Íslendingum, er líklegt að Íslendingar kaupi meira af Spánverjum, ferðist frekar þangað o.s.frv.  Gildir einnig um önnur lönd. Eins og segir í pistlinum:

Velgengni annara smitar út frá sér og viðskipti almennt séð auka velmegun og velmegun eykur viðskipti.

En velgengni "Sambandsins" er umdeilanlegt atriði, enda varla hægt að tala um heild, Þýskalandi hefur gengið vel, ýmsum öðrum ríkjum einnig, en svo eru önnur lönd sem hafa stöðugt átt á brattann. Ekki síst Grikkland, sem hefur þurft að þola "hjálp Sambandsins" í meira en 6 ár.

@Pétur Þakka þér fyrir þetta. Það eru æ fleiri að komast á þá skoðun að euroið er einn helsti vandi þeirra ríkja sem það nota, í það minnsta kosti flestra þeirra.

Ég tek undir það.

En það hafa of margir pólítíkusar sett of mikið af sínu pólítísk kapítali þar undir, að líklegt verði að það verði aflagt. Euroið enda póltísk gjörð, en minna hugsað um efnahags grundvöllinn.

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2016 kl. 01:09

5 identicon

Ef Ísland yrði aðili að ESB, yrði þessi ómerkilegi lygari sem forseti framkvæmdastjórnarinnar æðsti yfirmaður íslenzku þjóðarinnar:

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/10874230/Jean-Claude-Juncker-profile-When-it-becomes-serious-you-have-to-lie.html

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 20:12

6 identicon

Annað þvaghænsni frá Luxembourg, utanríkisráðherra Jean Asselborn hefur farið fram á að Ungverjalandi verði vísað úr ESB. Eins og kunnugt er þá reistu Ungverjar gaddavírsgirðingu á landamærunum að Serbíu og Króatíu til að koma í veg fyrir að frekjuliðið sem þangað var komið flæddi yfir önnur evrópsk ríki og uppfyllti þannig skyldur sínar gagnvart Schengen-samningnum.

Þessir luxembourgsku pólítíkusar eru greinilega ekki í lagi. Samt held ég að það sé óþarfi að bíða eftir Hunxit, sambandið mun liðast í sundur áður en áratugur er liðinn. Og enginn hér á Íslandi mun harma það nema afdankaðir frambjóðendur ESB-flokkanna sex.

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 20:59

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Pétur Þakka þér fyrir þetta. Ég bið alltaf þá sem hér skrifa að vera á kurteisu nótunum, það gefst alltaf best til lengdar.

En það er rétt að það eru alvarlegir brestir í "Sambandinu" og líklega eiga þeir ekki eftir að gera neitt nema að stækka.

Juncker er ekki rétti maðurinn til að stýra skútunni, en til vibótar við "lygafrasann" á hann annan sem er ekki sýðri.

Sá myndi hljóma í íslenskri þýðingu u.þ.b. svona: Við vitum öll hvað þarf að gera. En við vitum ekki hvernig á að ná endurkjöri eftir að við hefðum gert það.

G. Tómas Gunnarsson, 16.9.2016 kl. 04:23

8 identicon

Tómas, ég legg mig alltaf í líma við að vera eins kurteis og tillitsssamur og færi gefst á. Og samanborið við orðalagið (t.d. í sambandi við Brexit) á sumum erlendum samskiptasíðum, þá má segja að ég sé einstaklega hógvær og hófstilltur.

Hins vegar reyni ég ætíð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Og vel má segja að verstu óvinir ESB eru einmitt Juncker (Junkard), Merkel, Van Rompuy og Schultz. En það þurfti Brexit og austur-evrópska viðspyrnu til, svo að þau sýndu sitt rétta andlit.

Pétur D. (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 19:11

9 identicon

Hér er síðasta ræða Nigels Farage sem leiðtogi UKIP:

https://www.facebook.com/nigelfarageofficial/videos/1112800002100935/

Þetta er gullmoli.

Pétur (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 19:36

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Pétur Þakka þér fyrir þetta. Það er rétt að þú ert nær alltaf kurteis og tillitssamur. Þess vegna er óþarfi fyrir þig að blanda keitu og fiðurfénaði í skrif þín. Slíkt bætir engu við þau en dregur frekar úr áhrifamætti þeirra, í það minnsta að mínu mati.

Mér hefur tekist þokkalega með að halda gýfuryrðum og leiðinda uppnefnum og "stórkallahætti" frá síðunni minni og vona að svo verði einnig í framtíðinni.

Fátt fer meira í taugarnar á mér en þeir sem virðast halda að með því að nota "stærstu orðin" og mestu fúkyrðin, vinni þeir "umræðuna".

En þakka þér fyrir hlekkinn á ræðuna. Farage er merkilegur stjórnmálamaður, gæddur einstökum hæfileikum.  Það verður merkilegt að fylgjast með honum og hvort að hann fari "Evróputúrinn".

En ég er hræddur um að UKIP muni eiga erfitt eftir að hann hættir.

G. Tómas Gunnarsson, 17.9.2016 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband