Í raun ótrúlegt að ráða fyrrverandi stjórnmálamann til þess að leikstýra Skaupinu

Persónulega hef ég mikið álít á Jóni Gnarr, það er að segja sem grín og húmorista, en síður sem stjórnmálamanni. Ég hef skemmt mér vel yfir ótal mörgu sem hann hefur komið að á grínsviðinu, það að liggur nærri að ég horfi á Vaktaseríurnar einu sinni á ári (sérstaklega ef ég verð veikur og held til í rúminu einn dag eða fleiri).

Það verður þó ekki frá honum tekið að hann náði frábærum árangri í kosningabaráttu, þó eðli málsins samkvæmt séu líklega skiptar skoðanir um hve vel honum tókst upp sem stjórnmálamanni.

En ég get ekki að því gert að mér finnst það virka nokkuð tvímælis af ríkisstofnun sem lögum samkvæmt þarf að feta eftir bestu getu þröngan stíg "hlutleysisins" að ráða fyrrverandi stjórnmálamann til að leikstýra Áramótaskaupinu.

Það felur einhvern veginn ekki í sér hlutleysi að mínu mati.

En hver veit, ef til vill leitar RUV til Davíðs Oddssonar næst. Hann á einnig glæstan feril í gríninu að baki, þó að vissulega sé lengra síðana að Matthildar þættirnir þóttu hin mesta snilld.

Ekki er að efa að um slíka ráðningu myndi ríkja almenn sátt í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Jón Gnarr leikstýrir Skaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta þýðir fyrir mig að ég get gleymt því að horfa á skaupið í ár, hef aldrei þolað þennan húmor þeirra fóstbræðra, of öfgafullur og niðan mittis oft á tíðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2016 kl. 16:33

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta Áshildur.  Ég hef hins vegar sterka trú á því að Jón geti gert grín sem margir hafa gaman af því að horfa á.

En það hlýtur að teljast verulega tvímælis að ræða stjórnmálamann sem hætti nýlega, til að leikstýra þætti sem sögulega séð gerir grín að stjórnmálamönnum, og þar með talið fuyrrverandi pólítískum samstarfsmönnum og andstæðingum.

Er Jón Gnarr til dæmis réti maðurinn til að gera grín um Dag B., Óttar Proppe eða S. Björn?

Er ekki RUV að að henda fyrir róða öllum reglum um hlutleysi með þessari ráðningu?

G. Tómas Gunnarsson, 11.9.2016 kl. 17:09

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Loksins, loksins verður Skaupið fyndið eins og í gamla daga.

Kristján G. Arngrímsson, 11.9.2016 kl. 17:57

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

finnst þessi Gnarr frekar leiðinlegur og þykist hafa tekið eftir því að hann þarf ekki að leika leiðinlega menn, enda er ég samála Ásthildi um þá félaga. 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2016 kl. 18:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

GTomas já kona spyr sig.  Þessi maður hefur nú þegar afar takmarkað umboð til að gera grín.  Fyrir nú utan að ég bara einfaldlega hef ekki smekk fyrir þessu gríni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2016 kl. 18:31

6 identicon

Er það ekki stærsti brandarinn að pólitíkusinn hafi verið fenginn í verkið og tekið það að sér?

ls (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 08:11

7 identicon

Úff, eftir að Jón prófaði stjórnmál þá hætti hann að vera fyndinn og mun það aldrei breytast, ég held að næsta skaup verði ekkert annað en pólitískur áróður af hans hálfu, nógu slæmt var skaupið seinast, mig grunar að skaupið í ár verði það versta af öllum.

Halldór (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 09:32

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin allir saman. Það má endalaust deila um að hvað er fyndið og hvað ekki. Það er eðlilegt að um það séu skiptar skoðanir og eins og einhver sagði einhverntíma: Grín er dauðans alvara.

En eins ls segir, er það stærsti punkturinn að RUV skuli hafa ráðið pólítíkus (eða fyrrverandi pólítíkus) til starfans.

Perónulega finnst mér eins og stofnunin hafi ákveðið að gefa löggjafnum langt nef, og segja með þessu að lögin um hlutleysi séu einskis virði og stofnunin ætli sér ekki að gera neitt með þau.

Vissulega má alltaf deila um hversu vel stofnunin hefur framfylgt þeim, en ég get ekki séð hvernig hægt sé að deila um að þau séu í raun brotin nú.

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2016 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband