Evrópusambandið varla nefnt á nafn, frekar en snara í hengds manns húsi Viðreisnar

Það er í ákaflega eftirtektarvert hvernig flestir þeir lesa hefur mátt um í fréttum að hafi gengið til liðs við Viðreisn, eða hyggi á framboð á vegum flokksins, forðast að nefna Evrópusambandið á nafn.

Þess í stað kjósa þeir að tala um "vestræna samvinnu", eða "alþjóðlega samvinnu".

En Evrópusambandið er í raun hvorugt. Þó að flest ríki þess geti í raun talist vestræn (um það má þó líklega deila), standa mörg vestræn ríki utan þess.

Og Evrópusambandið er ekki alþjóðleg samvinna, heldur samband u.þ.b. helmings ríkja Evrópu.

Ísland er hins vegar aðili að flestum þeim vestrænu og alþjóðlegu samböndum og "samstörfum" sem völ er á.

Sameinuðu þjóðirnar, NATO, Evrópuráðið, ÖSE, Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, og fleiri og fleiri.

Hvað skyldi það vera sem Viðreisn er að stefna að í "vestrænni" eða "alþjóðlegri" samvinnu sem þeim hefur ekki boðist í öðrum flokkum?

Svari hver fyrir sig hvort þetta sé hin hreinskilnu, opnu og frjálslyndu stjórnmál sem þeir vilja sjá á Alþingi.

 

 


mbl.is Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er allt í anda þess kafbátahernaðar sem esb-sinnar hafa stundað fram að þessu. Euphemism a la Orwell. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 7.9.2016 kl. 20:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyir þetta Jón Steinar. Hér er ég sammála þér.  Það er ef til vill nokkuð af "His Masters Voice" í þessu. Það er þekkt hvernig reynt er að "stela" hugtökum.

Skýrt dæmi um það er t.d. þegar talað er um "Evrópusamstarf", að "ganga í Evrópu", eða að það þurfi "meiri Evrópu", eða "sterkari Evrópu", þegar meiningin er alltaf í raun Evrópusambandið.

En Evrópa er auðvitað mun sterkar og jákvæðara "brand" en Evrópusambandið og þykir því heppilegt til notkunar.

G. Tómas Gunnarsson, 8.9.2016 kl. 06:57

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Og á hinn bókinn hefur Bjarni Ben hjakkað á því við hvert tækifæri að Viðreisn snúist bara um ESB aðild. Sem ég held að sé ekki rétt, þótt sannarlega vilji Viðreisnarar halda atkvæðagreiðsluna sem Sjálfstæðisflokkurinn sveik þjóðina um. (Meira að segja Styrmir Gunnarsson - sem jafnan hefur lög að mæla að minu áliti - hefur sagt Sjalla hafa svikið loforð í þessu efni).

Kristján G. Arngrímsson, 9.9.2016 kl. 12:30

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta Kristján. En hvað snýst Viðreisn um? Mest áberandi fólkið á þeirra vegum virðist eiga það það sameiginlegt að hafa unnið hjá samtökum vinnuveitenda.

Hver er meiningin í tali þeirra um alþjóðlega og vestræna samvinnu? Eru einhver samtök í þeim "geiranum" sem brýnt er að Íslendingar gangi í, eða eru Viðreisningar að tala undir "kratarós" um "Sambandið"?

Ég reikna með því að þeim komi til með að ganga þokkalega og hafa góðan aðgang að fjármunum til að reka kosningabaráttuna, en fljóttt a´litið virðist mér þetta óttalega ómerkilegur flokkur.

G. Tómas Gunnarsson, 11.9.2016 kl. 16:54

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Af hverju er Viðreisn ómerkilegri en aðrir flokkar? Sjálfum hefur mér alltaf þótt Sjálfstæðisflokkurinn "óttalega ómerkilegur flokkur". Hann hefur núna með síðustu prófkjörum rækilega sýnt sitt íhaldsandlit með því að velja bara miðaldra karla til forystu. Hversu gamaldags er það?

Viðreisn sýnist mér vera frjálslyndari útgafa af Sjálfstæðisflokknum, opnari fyrir konum og nýjum hugmyndum (ekki að ég meini að þetta tvennt fari endilega saman - í gamla Sjálfstæðisflokknum eru m.a. ungar konur sem eru svartasta íhald) og jafnvel erlendum áhrifum.

Rétt að taka fram að ég er núna væntanlegur kjósandi Pírata - eins og kemur þér líklega ekki á óvart.

Kristján G. Arngrímsson, 11.9.2016 kl. 17:55

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján. Þakka þér fyrir þetta. Það sem mér þykir fyrst og fremst gera Viðreisn að "óttalega ómerkilegum" flokki, er þetta sífellda tal um að vilja taka þátt í "alþjóðlegu og vestrænu" samstarfi.

Persónulega rekur mig ekki minni til þess "vestræns eða alþjóðlegs" samstarf sem vantar í safnið hjá Íslandi og um það hefur að ég tel ríkt nokkur sátt, nema NATO.

En ef þeir eru að tala um "Sambandið", sem þeir líklega eru, fer best á því að segja það hreint út, í stað þess að tengja það öðrum hugtökum sem hafa "betri ímynd".

Þeir eru án efa margir sem þykir Sjálfstæðisflokkurinn "óttlega ómerkilegur flokkur" og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það.

Persónulega hef ég aldrei litið svo á að það skipti í raun máli hvort að frambjóðandi er kona, eða á hvaða aldri hann er.  Hvaða fordómar eru það?

Perónulega lít ég svo á að t.d. Ragnheiði Elínu hafi verið hafnað í prófkjöri fyrir að hafa staðið sig frekar slælega sem ráðherra, en auðvitað stekkur þú og svo margir aðrir á "kvennavagninn" sem er að mínu mati ofnotað fyrirbrigði (þar er ég líklega sammála Ögmundi, sem einmitt fékk á baukinn fyrir slíkt orðfæri, sem nú til dags telst líklega ekki á línu hinnar pólítísku rétthugsunar.

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2016 kl. 01:27

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég er í sjálfu sér sammála þér um að "vestrænt samstarf" sé veigrunaryrði fyrir ESB og ætti auðvitað að nefna hlutina sínum réttu nöfnum.

Það er líklegt að Viðreisn geri nú tilboð í hinar "föllnu konur" í Bindishnútabandalaginu (i.e. Sjálfstæðisflokknum). Þannig gæti þessi kynjaslagsíða reynst Flokknum dýrkeypt.

Ég held að kvennavagninn sé einfaldlega tákn um þá hugmynd að jafnrétti kynjanna skipti máli í sjálfu sér. Ég er alveg opinn fyrir þeirri hugmynd að ég sem karlmaður geti ekki alveg skilið að hlutskipti kvenna sé öðru vísi en mitt, og að það eina sem ég geti gert í málinu sé að taka orð þeirra (kvennanna) trúanleg.

Þið Ögmundur eruð gamaldags íhald.

Kristján G. Arngrímsson, 12.9.2016 kl. 09:54

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. En það má í raun deila um hvort að "Sambandið" sé vestrænt samstarf, eða hvort öll ríki þess séu vestræn. En ég er sammála þér að það færi best á því fyrir Viðreisn að tala hreint út í þessu sambandi og það er einmitt sú vöntun sem mér þykir gera flokkinn "óttalega ómerkilegan".

Ég hef persónulega ekki trú að því að Viðreisn geri tilboð í hinar "föllnu konur", né að þær hafi áhuga fyrir því að fara fram fyrir Viðreisn.

Það myndi (alla vegna í mínum huga) gera Viðreisn enn ómerkilegri (og jafnvel konurnar sjálfar einnig). Það að finnast sér vera hafnað af einum flokki og stökkva þá í framboð fyrir annan er að ég tel varla sú tegund af stjórnmálmönnum eða flokkum sem kjósendur eru að leita að.

En Kvennaframboð gæti gengið upp.

Jafnrétti er eitt af þessum hugtökum sem að ýmsu leiti hefur verið "endurskilgreint". Er eitthvað sem bendir til þess að konur hafi ekki jafnan rétt á við karla, hvort sem er í Sjálfstæðisflokknum, í prókjörum eða almennt í íslensku samfélagi?

Hitt er svo að á mörgum sviðum er staða að hlutfall kynjanna ekki jafnt.

Ríkir þá ekki jafnrétti fyrr en hlutföll kynja eru 50/50 (eða í það minnsta 60/40) á öllum sviðum þjóðfélagsins, í öllum starfsgreinum o.s.frv?

G. Tómas Gunnarsson, 12.9.2016 kl. 12:45

9 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

ja, jafnrétti er eins og svo margt annað, ekki skilgreint í eitt skiptið fyrir öll, heldur breytanlegt og breytilegt. Bara eins og við sjálf. Vissulega gerir svona breytingagirni umræðu svolítið flóknari, en það væri ekki gott ef þessir hluti gætu ekki breyst.

Kristján G. Arngrímsson, 13.9.2016 kl. 13:42

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Þakka þér fyrir þetta. Mér persónulega þykir jafnréttishugtakið einmitt gott dæmi um að hugtökum er breytt til að misnota í pólítískum tilgangi.

Gott íslenskt orð og í raun ákaflega gegnsætt. Jafnrétti, jafn réttur eða jöfn réttindi.

Og vissulega var þörf á að berjast fyrir slíku. En ég man ekki eftir neinu í íslenskum lögum eða umhverfi sem jafnrétti er ekki lengur til staðar.  En það þýðir auðvitað ekki að slíkt geti ekki verið til.

En um fullt jafnræði á milli kynjanna er ekki að ræða á ýmsum sviðum. Oft er að mínu mati nákvæmlega ekkert út á það að setja.

Persónulega er ég t.d. algerlega á móti kynjakvóta þegar kosið er. Ég tel slíkt alvarlega bjögun á lýðræði.  Allt annað er upp á teningnum ef t.d. skipað er í nefnd eða hóp.

En jafnrétti er að ýmsu leyti dæmi um hugtak sem hefur yfir sér ákaflega jákvætt yfirbragð, er er því teygt og togað til að geta notað í pólítískri baráttu.

G. Tómas Gunnarsson, 16.9.2016 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband