Dagur Viktoríu

Í dag var dagur Viktoríu (Victoria Day) haldinn hátíðlegur, en hann er almennur frídagur.  Menn hérlendir gera sér ýmislegt til dundurs, skjóta upp aðeins af flugeldum og hjá mörgum er þetta fyrsta sumarbústaðahelgin.  Hún var þó ekki mjög hlýleg í ár, en þó var framúrskarandi veður í dag.  Það má ef til vill segja að þetta sé helgin sem hefji sumarið, ef til vill sambærileg við Hvítasunnuna á Íslandi.

En hins vegar er það ótvírætt til mikilla þæginda að drottningin eigi sér "opinberan afmælisdag" sem í þokkabót ber alltaf upp á mánudag.  Það er ekki að efa að það væri til mikils þægindaauka  ef almenningi væri almennt boðið upp á þennan kost. 

Persónulega myndi ég líklega kjósa að hafa minn "opinbera afmælisdag" á föstudegi, hef alltaf verið heldur hrifnari af þeim en mánudögum.

En ég hef reyndar oft hvatt til þess að Kanadabúar "losi sig við" drottninguna og upphefji hér lýðveldi, en það er önnur og lengri saga.  En vitanlega er frídagurinn af hinu góða.

En að Bjóra var deginum að mestu eytt í garðvinnu, eins og áður hefur komið fram hef ég lítið vit á þeim málum, líklega er fyrst og fremst litið á mig sem ódýrt og handhægt vinnuafl í þeirri deildinni, en ég er þó farinn að þekkja allt að 10 plöntutegundir með nöfnum og stefni ótrauður áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband