26.6.2016 | 16:16
Lagði reynsla eldri kynslóðanna grunninn að "Brexit"? Sitt er hvað samvinna og samruni
Það er rétt sem haft er eftir Baldri Þórhallssyni í viðhengdri frétt að mikill munur virðist hafa verið eftir aldri, hvernig Bretar greiddu atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit.
Það er þó varasamt að fullyrða nákvæmlega um slíkt, enda öll atkvæði eins upp úr kjörkössunum.
En ef til vill er það ekki hvað síst reynsla eldri kjósenda sem kann af hafa ráðið úrslitum þegar á hólminn var komið.
Eldri kjósendur í Bretlandi hafa fylgst með og tekið þátt í mörgum rökræðum um stefnu Evrópusambandsins og heyrt alla spádómana um einangrun Bretlands og hrun utanríkisviðskipta þeirra áður, ekki síst í sambandi við fyrirhugaða upptöku Breta á euroinu.
Þá, rétt eins og nú, voru þeir ófáir "sérfræðingarnir" og álitsgjafirnir sem fullyrtu um einangrun Breta og hrun efnahagslífs þeirra ef þeir væru ekki með.
Allir vita nú að þeir reyndust ekki sannspáir og æ fleiri gera sér grein fyrir því hvílíkt lán það var fyrir Breta að standa utan eurosins.
Það er því ekki ólíklegt að hræðsluáróður þeirra sem vildu áframahaldandi "Sambandsaðild", um efnahagslega hnignun og einangrun Breta, hafi síður virkað á eldri kjósendur en þá yngri.
Sá hræðsluáróður var hornsteinn baráttu "Sambandssinna".
Slík taktík ætti að vera íslendingum vel kunnug, og einnig ástæðurnar til að hafna henni. Þeir ættu einnig að kannast við að hún hefur ekki verið á rökum reist.
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um hvort sú reynsla hafi haft áhrif niðurstöður þjóðaratkvæðgreiðslunnar í Bretlandi, en finnst það þó ekki ólíklegt.
Það eru takmörk fyrir því hvað oft er hægt að hrópa "úlfur, úlfur".
Gríðarlegt áfall fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.