Fagnaðarefni

Þetta eru góð skilaboð frá íbúum á NorðAusturlandi, þó að vissulega sé aðeins um skoðanakönnun að ræða, eru meirihlutinn nokkuð afgerandi og því óhætt að fullyrða að stuðningurinn sé góður.  Þeir sem ég ræði við á Norður og Austurlandi eru að ég held allir fylgjandi byggingu álvers, en auðvitað eru þeir ekki endilega þverskurður af samfélaginu.

Það kemur mér heldur ekkert á óvart að meirihluti sé jákvæður í garð uppbyggingarinnar á Austurlandi. Þeir sem búa þar nálægt sá hvaða áhrif hún hefur haft á samfélagið.

Nú er halda þrýstingnum á komandi ríkisstjórn að halda áfram með undirbúning fyrir álveri að Bakka.


mbl.is Aukinn stuðningur við álver á Bakka á Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru góðar fréttir og það ætti að fara að vilja íbúanna á þessu svæði, en ekki fara eftir lýðskrumi öfga-umhverfissinna.  Vonandi að væntanleg ríkisstjórn fari að vilja íbúanna þarna norður frá, í staðinn fyrir að fara þá leið að láta byggja álver í Helguvík og segja svo stopp, nú ætlum við að slá á þenslu í samfélaginu.  Það yrði skrýting pólitík að leyfa álver í Helguvík, en hætta við álver á Bakka við Húsavík, enda myndu mörg atkvæði fjúka af stjórnarflokkunum við það í Norð-Austurkjördæmi, sérstaklega Samfylkingunni.  

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband