Er Svíþjóð þá enn í Schengen?

Ákvörðun sænska þingsins er skiljanleg, og kemur í raun mun seinna en búast hefði mátt við.

Svíar sjá það einfaldlega að þeir geta ekki treyst öðrum aðildarlöndum Evrópusambandsins og Schengen samkomulagsins til að standa sína pligt.

Gæsla á ytri landamærum hefur verið með öllu ófullnægjandi og því verða ríki eins og Svíþjóð að grípa til aðgerða sem þessara.

En ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að lagasamþykktir sem þessi rúmist innan Schengen samkomulagsins?

Vissulega hef ég heyrt um að ríkjum sé heimilt að grípa til landamæragæslu, en ég hef alltaf skilið að það yrði að vera undir formerkjum einhvers sem flokkaðist undir neyðarástand, eða aðra vá. Og þá einungis sem tímabundna aðgerð.

Lagasetning finnst mér mun varanlegri aðgerð, því þótt að vissulega megi segja að neyðarástand ríki í landamæramálum, víðast í Evrópu, þá er ekkert sem segir að það ástand muni ríkja í 3. ár, þó að það sé reyndar alveg eins líklegt miðað við hvernig "Sambandið" höndlar krísuna.

Því velti ég því fyrir mér hvort að Svíþjóð teljist enn meðlimur Schengen, eða hvort lagasetning sem þessi væri álitin uppsögn samningsins af þeirra hálfu.

En það er ljóst að Schengen samkomulagið er orðið ansi snjáð og lúið.

Meirihlutinn sem stendur að lagasetningunni er svo athyglisverður. Það eru sænski Jafnaðarmannflokkurinn, Græningjar og Svíþjóðardemókratar sem standa saman að þessari lagasetningu.

 

 

 


mbl.is Svíar gera skilríki að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband