Í senn margir og fáir sigurvegarar í seinni umferð frönsku héraðskosninganna

Eins og eðlilegt má teljast hafa fréttir af seinni umferð frönsku héraðskosninganna að miklu leyti fjallað um þá staðreynd að Þjóðfylkingin (FN) náði hvergi í meirihluta. Þrátt fyrir að hafa verið í forystu í 6 héruðum í fyrri umferðinni skilaði það hvergi sigri í þeirri seinni.

Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að Þjóðfylkingin hafi hlotið slæma kosningu. Flokkurinn eykur atkvæðafjölda sinn á milli umferða, en reyndar er prósentutalan heldur lægri í þeirri seinni, en munurinn er þó lítill, innan við eitt %stig.

En Þjóðfylkingin meira en þrefaldar fylgi sitt frá síðustu héraðskosningum og fulltrúar flokksins í héraðsstjórnum þrefaldast einnig.

En það breytir því ekki að enginn sigur vannst, en þó hefur Þjóðfylkingarfólk nokkuð til síns máls, þegar það segir: Hvaða ósigur.

Þeir sem teljast sigurvegarar kosninganna er bandalag mið- hægriflokka Lýðveldisflokkurinn (les Republicains), sem vinnur í meirihluta héraða, eða 7. Ekki aðeins er það meirihluti héraða, heldur einnig þau fjölmennari og auðugri. En samt sem áður eru niðurstöðurnar vonbrigði, því vonir stóðu til mikið betri árangurs. Fyrir engan eru niðurstöðurnar líklega meiri vonbrigði Sarkozy, fyrrverandi forseta, sem vonaðist eftir góðum úrslitum til að gefa forsetaframboði sínu byr í seglinn.

En nú eru vaxandi efasemdir um að hann nái útnefningu flokkabandalagsins.

Sætasti sigurinn (þó að hann væri ekki ýkja stór) náðist í "Ile De France". Þar sigraði Lýðveldisflokkurinn, með 43.8%, en Sósíalistar voru með 42.18%. Þar var Þjóðfylkingin með sinn lakasta árangur(á meginlandinu), með 14.02%.

Sósialistaflokkur Hollande forseta tapaði stórt í kosningunum, en í ósigrinum skína þó margar vonarglætur.

Flokkurinn (og bandamenn hans) hélt velli í 5 héruðum og fékk mun betri útkomu en flestir höfðu spáð.

Það er vert að hafa í huga þegar atkvæðafjöldi og %stig eru skoðuð, að flokkurinn dró frambjóðendur sína til baka í tveimur héruðum og hvatti kjósendur sína til að kjósa "taktískt" til að halda Þjóðfylkingunni frá því að ná í meirihluta.

Staða flokksins er því betri en tölur gefa til kynna og auk þess vilja margir meina að flokkurinn hafi unnið móralskan sigur á meðal kjósenda með þeirri afstöðu sinni.

Sú ákvörðun Sarkoxy að berjast alls staðar áfram er umdeild, jafnvel á meðal stuðningsmanna Lýðveldisflokksins, en þó verður að líta til þess að staða þeirra var alla jafna betri en Sósíalistanna.

Þannig eru þeir margir sigrarnir og býsna margir ósigrarnir líka, en það er reyndar oft raunin í kosningum.

Þjóðfylkingin getur í raun sagt að hún sé stærsti einstaki flokkur Frakklands, því sigur hinna flokkanna byggist á því að kjósendur smærri flokka ganga til liðs við þá í seinni umferðinni.

Næst komst Þjóðfylkingin því að sigra í Bourgogne-Franche-Comté, en þar sigraði Sósialistaflokkurinn með 34.67%, Lýðveldisflokkurinn var með 32.88% og Þjóðfylkingin hlaut 32.43%. Þetta er fimmti besti árangur flokksins í þessum kosningum, en þó þar sem flokkurinn komst næst því að sigra. Í þeim kjördæmum sem betri árangur náðist var munurinn meiri, en í þeim var flokkurinn í öðru sæti.

Í fjórum héruðum náði Þjóðfylkingin að vera í öðru sæti. Í tveimur þeirra dró Sósialistaflokkurinn lista sinn til baka, annars má telja líkegt að Þjóðfylkingin hefði haft sigur.

Það má segja að þessar kosningar sýni að Frakkland hafi ekki lengur tveggja flokka kerfi, heldur séu það orðið þriggja flokka.

Sósialistaflokkurinn má eins og áður sagði nokkuð vel við una, útkoman betri en búist hafði verið við. En það er vissulega áfall að tapa jafn miklu og raun ber vitni og einnig að vera án fulltrúa í tveimur stórum héruðum.

En sú fórn kann að hafa skilað flokknum "the moral highground", eins og stundum sagt á enskunni, en það er vafamál hvort að það þýði fleiri atkvæði síðarmeir.

Lýðveldisflokkurinn styrkir stöðu sína umtalsvert, en það verður að hafa í huga að það er að hluta til með atkvæðum sósialista.

Hefði Sósíalistaflokkurinn ekki dregið frambjóðendur sína til baka í héruðunum tveimur, er líklegt að skiptingin hefði verið Lýðveldisflokkurinn 5. héruð, Sósialistar 5. héruð og Þjóðfylkingin 2. héruð.

Sarkozy þykir því ekki hafa styrkt stöðu sína og óvíst hvort hann nái tilnefningu.

Þessi úrslit þykja hins vegar hafa aukið líkurnar á því að Hollande bjóði sig fram aftur, þó að árangur hans í embætti þyki slakur.

En vegna þess að héraðskosningarnar eru í tveimur umferðum eins og forsetakosningarnar þykja þær nokkuð sterk vísbending um hvernig þær gæti farið.

Þegar litið er til þeirra og skoðanakannana sem birtst hafa, má því segja að líklegustu úrlsltin væru að Marine Le Pen og frambjóðandi Lýðveldisflokksins myndu komast í seinni umferðina, þar sem frambjóðandi Lýðveldisflokksins myndi sigra.

En enn er langt til kosninga og margt sem getur breyst.

 

 


mbl.is Þjóðfylkingin beið alls staðar ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband