3.12.2015 | 08:53
Hver skrifaði greinina? Prófessorinn eða stjórnmálamaðurinn sem íslendingar höfnuðu?
Það hefur oft verið sagt um íslendinga að þeir séu í það minnsta í tveimur störfum hver.
Því er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hver skrifaði greinina á vef Vox? Var það Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor, eða var það stjórnmálamaðurinn Þorvaldur Gylfason, sem íslenska þjóðin hafnaði með svo eftirminnilegum hætti í síðustu kosningum, ásamt þeim flokki sem hann tók þátt í að stofna.
Ef minnið svíkur mig ekki, starfaði Þorvaldur reyndar með tveimur flokkum fyrir síðustu alþingiskosningar, en hvorugur þeirra hlaut brautargengi.
En vissulega er erfitt að bera saman tvær þjóðir í efnahagslegu tilliti. Það eru svo margir þættir sem hafa þar áhrif.
Gjaldmiðill er aðeins einn af þeim.
En það er ekki eingöngu Ísland í þessum samanburði sem hefur notið þess að gengi lækki.
Það hefur Írland auðvitað gert sömuleiðis.
Því tveir stærstu útflutningsmarkaðir íra eru Bandaríkin og og Bretland. Samanlagt eru þessi ríki með nálægt 40% af útflutningi íra.
Sem hefur gert það að verkum að Írland hefur notið góðs af því hvað euroið hefur tapað miklu af verðgildi sínu á undanförnum árum.
En hvernig þessi útflutningur er að hluta til kominn vegna "skattskjóls" sem írar glaðir veita, verður svo aftur til þess að áhrifanna gætir ekki eins mikið hjá almenningi.
Í og með þess vegna er atvinnuleysi ennþá mikið hærra á Írlandi en á Íslandi, þrátt fyrir að fólksflótti þar hefi verið verulegur.
"Nettó brottflutningur" frá Írlandi var t.d. sá mesti í Evrópu árið 2012.
Hér má einnig sjá að "nettó brottflutningur" frá Íslandi varð skarpari (2009), en frá Írlandi, en jafnaði sig fljótar og er mikið minni í heildina.
Sjálfstæður gjaldmiðill mikilvægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.