Skynsamir þjóðverjar

Það er ánægjulegt að sjá að þýskir skattgreiðendur virðast lítinn áhuga á því að halda Olympíuleika á sinn kostnað.

Önnur borgin í Þýskalandi fellir slík áform í íbúaatkvæðagreiðslu.

Þeir hafa minni áhuga á "glamúrnum" í kringum Olympíuleika en stjórnmálamennirnir.

En það er rétt að það komi fram, að ef ég hef skilið rétt, nutu leikarnir yfirburðastuðnings í Kiel, þar sem siglingahlutinn átti að fara fram. Þar sögðu 66% já.

Miðað við eðli kosninganna er hægt að segja að kosningaþátttaka hafi verið mjög góð, eða um 50% í Hamborg, ef ég hef skilið rétt. En í kosningum á fylkisþingið fyrr á árinu, var kosningaþátttakan í Hamborg rétt tæp 57%.


mbl.is Hamborg segir nei við Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband