Heims-, stórveldi og þúsundáraríki falla

Líklega má hvergi finna í einu "Sambandi" eða samtökum (nema þá Sameinuðu þjóðunum) fleiri fyrrverandi stór- eða "heimsveldi" en í Evrópusambandinu.

Bretland, Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Grikkland, Frakkland, Holland. Spurning hvort við eigum ekki að telja lönd eins og Danmörk, Svíþjóð og Pólland með.

Öll hafa þessi stór- eða heimsveldi "fallið" eða skroppið saman, þó að enn ráði ríki eins og Bretland, Spánn, Frakkland og Danmörk yfir landsvæðum í fleiri en einni heimsálfu.

Portúgal gaf hins vegar ef ég man rétt upp síðasta landsvæði sitt í annari heimsálfu 1999.

Þannig er heimsmyndin síbreytileg og kyrrstaða hefur í raun aldrei þekkst, þó að okkur sem höfum í raun stutta viðdvöl á jörðinni kunni að sýnast svo.

Og þannig mun það líklega áfram verða, stórveldi myndast og falla.

Það þyrfti engum að koma á óvart að Evrópusambandið hefði styttri dvöl á "sviðinu" heldur en mörg þau fyrrum stór- og heimsveldi sem eru aðildarríki þess.

Undir- og uppbygging þess er einfaldlega með þeim hætti, þó að sífellt sé reynt að berja í brestina.

Líklega má segja að undirrót vanda "Sambandsins" sé sú að stjórnmálin hafi algerlega yfirskyggt bæði efnahags- og varnarmál.

Því þegar brestir koma í þau síðarnefndu, verður gjarna uppnám í því fyrstnefnda.


mbl.is Óttast að ESB falli eins og Rómarveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband