Skrýtin frétt

Ég verð að viðurkenna að mér hefur alltaf þótt það frekar skrýtið að banna einstaklingum að hafa ranga skoðun, jafnvel á sögunni.

Þannig finnst mér einstaklingar sem afneita helförinni fyrst og fremst gera lítið úr sjálfum sér og greind sinni. Rétt eins og þeir sem afneita voðaverkum kommúnismans.

Munurinn á þessu tvennu er þó ef til vill fyrst og fremst sá að all víða er það fyrrgreinda bannað. Það seinna kann þó að vera bannað einnig á einstaka stað.

En í raun er óþarfi að mínu mati að slíkt varði við lög. Eins og áður sagði dæmir slík vitleysa sig sjálf.

Hvort að manngerð hungusneyð í Ukrainu hafi átt sér stað, eður ei, er að mínu mati engin spurning, en ekki ástæða til fangelsisvistar þó að einhver sér annarar skoðunar.

Það sama gildir um Helförina. Þar gildir engin vafi um sannleiksgildið, en vitleysingar munu alltaf verða til og afneitarar sömuleiðis.

En orðalag þessarar fréttar mbl.is vekur vissulega athygli mína.

Síðast málsgreinin vekur í raun furðu mína.

"Talið er að um 1,1 millj­ón,flest­ir evr­ópsk­ir gyðing­ar, hafi horfið á ár­un­um 1940-1945 í Auschwitz-Bir­kenau búðunum áður en þær voru her­tekn­ar af her Sov­ét­ríkj­anna."

Gyðingarnir í Auschwitz "hurfu" ekki, þeir voru myrtir. Myrtir með skipulögðum og iðnvæddum hætti.  Það var engin tilviljum og það er enginn vafi á hvernig á því stóð. Þeir hurfu ekki.

Það má síðan einnig deila um orðalagið að her Sovétríkjanna hafi hernumið búðirnarar í Auswitch. Réttara væri að segja að hann hefi frelsað þær.

Vissulega má margt misjafnt segja um framgöngu Rauða hersins á leið hans til Berlínar, en hann frelsaði vissulega stór landsvæði undan helsi nazista þó að stundum hafi hernám fylgt í kjölfarið. En ég tel ekki rétt að segja að hann hafi hernumið Auscwitch.

Þó að ef til vill sé þetta ekki stórkostlegt mistök, eru þau of stór fyrir fjölmiðil sem er vandur að virðingu sinni

P.S. Mbl.is ætti að leiðrétta þau sem fyrst.

 


mbl.is Nasista-amma afneitar helförinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Ja það er talið að 1.1 miljón hafi dáið þar! 1 eða 1.1 miljón er talið að hafi dáið þar. Hennar sannleikur var réttur frá 1918 til 1945.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 14.11.2015 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband