Fram og aftur um þjóðveginn

Fór til Montreal í gær.  Tók þar á móti fyrsta flugi Heimsferða frá Íslandi til Montreal.  Ekki það að ég væri "opinber" mótttakandi, en mamma var með fluginu.

Þetta eru nokkuð merk tímamót og góð viðbót fyrir Íslendinga búsetta í Kanada.  Enda var stemming í Flugstöðinni, flestir Íslendingar sem búsettir eru í Montreal mættir á völlinn að ég tel, og allir áttu von á fjölskyldu eða vinum.

Og þó að vélin væri u.þ.b. 2. tímum of sein, þá þýddi ekkert að láta það fara í taugarnar á sér.  Dagurinn varð að vísu óþægilega langur, enda keyrt fram og til baka á þjóðvegi 401 samdægurs, eða ríflega 1100 km.  En allt hafðist þetta en ég var nokkuð þreyttur og stirður er heim var komið að verða 3. í nótt.  Annars er vegurinn nokkuð góður, einna helst að maður þurfi að passa sig á löngu beinu köflunum, þeir verða skelfilega einhæfir þegar ekið er í myrkrinu.

Mamma kom auðvitað færandi hendi, Íslenskt góðgæti, gjafir handa börnunum, pappírsútgáfa af Mogganum og meira að segja eintak af Íslendingi.

Foringinn og Jóhanna eru himinsæl með þessa óvenjulega upplifun að hafa ömmu sína hjá sér og brosa sínu breiðasta í þeirri von um að þeim verði spillt með eftirlæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fór til Montreal í gær.  Tók þar á móti fyrsta flugi Heimsferða frá Íslandi til Montreal."

Gott og vel. En hver var þetta sem fór til Montreal og þú hafðir þá ánæju að taka á móti????

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Nú verð ég að viðurkenna að ég skil ekki athugasemdina.

G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 02:51

3 identicon

Ég skaut á þig um daginn að þú værir að linast í "trúnni" þannig að nú er ég að hugsa um að fara í þetta með aldurinn...

"En allt hafðist þetta en ég var nokkuð þreyttur og stirður er heim var komið að verða 3. í nótt. "

...en mamma þín ? ... hún hefur auðvita ekki verið þreytt ? :)

Sigurður Aðils (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Auðvitað er ég gamall og lúinn, því neita ég ekki.  Mamma er hinsvegar ríflega hálfu eldri, eins og margir hafa ef til vill giskað á.

Hún var hins vegar ótrúlega hress.  Sem betur fer þurfti hún þó ekki að fara báðar leiðirnar, til og frá Montreal, en hins vegar var flugferðin nokkuð ströng.  En sem betur fer gat hún þó sofið nokkuð á meðan flugferðinni stóð og sömuleiðis í bílnum (ég ek enda á Pontiac, en ekki Skoda), en það var munaður sem ég leyfði mér ekki nema örfáar mínútur í senn á heimleiðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband