19.5.2007 | 02:16
Mögnuð hugmynd
Það er mögnuð hugmynd að hafa "þemadaga" í Formúlunni. Ég er ekki í vafa að "logadagarnir", þar sem bílarnir stæðu því sem næst í björtu báli myndu njóta töluverðra vinsælda. Áhorfendur hafa jú alltaf gaman af óhöppum, mótorsprengingum, árekstrum og öðru slíku, svo lengi reyndar sem það hendir ekki þeirra menn.
En svo getur vel verið að ég sé að misskilja þetta eitthvað og það verði haldnir sérstakir "nafnadagar", að þetta hafi verið dagur "Loganna".
Ég fylgist með.
Räikkönen rétt á undan Fisichella á lokadeginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna áttu sér stað ömurleg innsláttarmistök, því miður! Ég er nokkuð harðmæltur Þingeyingur og ber ekki k fram eins og Sunnlendingar og skrifa enn síður í þeim anda. Ömurlegt að gera þessa dellu, þarna varð flýtir mér að falli.
Ágúst (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 08:41
Það er mannlegt að gera mistök og fáir sem sleppa við þau, alla vegna ekki sá sem heldur þetta blog.
Hins vegar eru gerðar meiri kröfur til fjölmiðla og þarna hlýtur fleiri en einn maður að hafa brugðist, því þó að ég þekki ekki til vinnubragða mbl.is, þá hlýtur að vera einhver yfirferð þó að ekki sé um eiginlegan prófarkalestur að ræða.
En þetta var einfaldlega of "meinleg" villa til þess að láta það hjá líða að gera örlítið grín, en það var ekki illa meint og var vonandi ekki þannig tekið.
G. Tómas Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 02:48
Um að gera að sleppa ekki svona tækifæri til að grínast, þetta var of gott til þess! Nei, fyrir alla muni, ég tek athugasemdinni akkúrat sem góðu gríni og tek svona lagað ekki illa upp. Bölsótast bara við sjálfan mig yfir að hafa gert svona skyssu - þarna flýtti ég mér einfaldlega of mikið, las ekki fréttina yfir áður en ég sendi hana upp á himnafestinguna.
Ágúst Ásgeirsson, 22.5.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.