13.11.2015 | 14:09
Kvótastjórnmál - skilyrt lýðræði?
Kynjakvótar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og all nokkuð notaðir, sumir lögfestir.
Nú sá ég svo að lagt er til í Samfylkingunni að næsta skref sé stigið. Aldurskvóti.
Auðvitað er í sjálfu sér ekki óeðlilegra að ungt fólk krefjist kvóta en konur. Þó að aldur, ólíkt kyni, sé stigvaxandi, hefur hann oft þótt skipta fólki upp í mismunandi hópa, með mismunandi skoðanir.
En hvar endar þetta?
Vissulega er allta gott ef stjórnmálin endurspegla þjóðlífið, en það er ekki gott að "skipuleggja" lýðræðið, eða er það?
Hvaða hópar þurfa kvóta?
Konur, karlar, ungt fólk, ellilífeyisþegar, "hinsegin fólk, íslendingar sem eru af erlendu bergi brotnir, bankamenn, listamenn, landsbyggðarfólk, dreifbýlisbúar og svo mætti lengi áfram telja.
Ég vil taka það fram að ég er ekki á móti kynjakvótum, þegar skipað er nefndir eða stjórnir á vegum hins opinbera.
En ég er alfarið a móti "skilyrtu lýðræði", sem er í raun ekki lýðræði. Því eru allir kvótar alfarið óþarfir þegar kosið er. Þar gilda atkvæði einstaklinga.
P.S. Að sjálfsögðu er rétt að taka það fram að mér kemur auðvitað ekkert við hvað Samfylkingin ákveður, og læt mér það í frekar léttu rúmi liggja.
En þessar hugmyndir innan hennar gáfu mér tilefni til almennra vangaveltna um þessi málefni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.