13.5.2007 | 15:15
Engin Formúla
Ég sá ekki Formúluna í dag. Þetta er ein af örfáum keppnum sem ég hef misst af síðan 1996. En þetta er stundum svona, það er ekki eintóm sæla að búa í hokkíbrjáluðu landi. Sportrásin sem venjulega sýnir Formúluna, var með hokkílieik í staðinn, þannig að þetta var ekki eins góður morgun og á hefði verið kosið.
Eina "dedíkeraða" mótorsportrásin var síðan færð af kaplinum í haust, þannig að Formúla var hvergi að finna.
Engu að síður er ég ánægður með sigur Massa, en Ferrari þarf að fá báða bílana í mark, annað dugar ekki í keppni bílsmiða. Ég veit ekki nákvæmlega hvað kom fyrir hjá Kimi, en ef til vill hefur hann komið með þá óheppni sem fylgdi honum hjá McLaren yfir, eða þá að hann er dulítill "bílaböðull".
En velgengni Hamilton heldur áfram, það er ótrúlegt að þessi ungi nýliði skuli leiða keppni ökuþóra. Það er ef til vill táknrænt fyrir það umrót sem hefur átt sér stað í Formúlunni, að þeir sem voru álitnir ökumenn númer 2 hjá Ferrari og McLaren, eru að standa sig betur.
En tímabilið virðist ætla að vera skemmtilegt, allt er opnara en nokkru sinni fyrr, þó að Ferrari og Mclaren standi verulega upp úr.
Massa sigrar en Hamilton er einn efstur í heimsmeistarakeppni ökuþóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi staða sýnir hve stigagjöfin í formúlunni er fáránleg. Annað sætið gefur alltof mörg stig miðað við það fyrsta. Það er yfirleitt mikill munur á gleði þess sem sigra og þess sem er í öðru sæti. Stigagjöfin á að endurspegla það.
Helgi Viðar Hilmarsson, 13.5.2007 kl. 15:52
Það er alveg rétt og sýnir það eins og oft áður að "sértækar aðgerðir" eru gjarna hættulegar og til bölvunar. Þessi breyting var fyrst og fremst gerð á ákveðnum tímapunkti til að reyna að fela og draga úr yfirburðum Schumacher.
En til lengri tíma litið er þetta auðvitað bull. Það sama gildir að mínu mati um margar aðrar breytingar sem hafa verið gerðar á undanförnum árum sem hafa breytt Formúlunni úr keppni í hálfgerðarn "þolakstur".
G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 17:06
Sæll Tómas
Ég á við sama vandmál að stríða að geta ekki alltaf séð keppnir í beinni. Ég leysi það með því að hlaða keppnina niður af netinu á www.mininova.org. Ég bara slæ inn leitarorð t.d. formula 1 og oftast birtist nokkrar útgáfur af upptökum af keppninni. 5 tímum síðar get ég horft á keppnina. Bara að passi sig að fá engar fréttir á meðan. ég er núna í Þýskalandi vegna vinnunnar og "missti" þar af leiðandi af keppninni um síðustu helgi. Sá hana í nótt án þess af hafa fengið nokkuð að vita.
Gott að vita að einhver hugsar um mann!!!
Kveðja Hafsteinn
Hafsteinn E. Jakobsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 09:08
Sæll Tómas, ég er í Waterloo ekki langt frá Toronto og er með Rogers Cable. Ég varð var við þetta hokkí brjálæði og þessi helgispjöll hjá TSN stöðinni. Ég fann bandarísku stöðina Speed sem er á rás 54 hjá Rogers og þar var Formúlan sýnd beint. Ágætt að svissa á milli ef báðar eru að sýna þegar eru auglýsingar. góður punktur hjá Hafsteini að nota www.mininova.org
Óli Sveinbjörnss, 18.5.2007 kl. 15:38
Verð að athuga það, en þetta er eitthvað öðruvísi hjá mér. Er með Rogers, en Speed var þar alltaf á rás 48 en var skipt út fyrir eitthvað "oldies goldies" kvikmyndarás. Rás 54 er hins vegar TV Tropolis hjá mér. "Rerun" á gömlum sápum, Fraser, Married With Children, Grace Under Fire, Seinfield og svoleiðis dóti.
G. Tómas Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.